Jun 7, 2013

Veiðistjórnun á bleikju

Ég var að velta fyrir mér veiðistjórnun á bleikju á Íslandi.  Tók saman mynd og töflu yfir helstu bleikjuveiðisvæðin frá 2007 - ásamt yfirliti yfir veiðistjórnun eða öllu heldur kvóta á bleikju. Veiðitölurnar eru úr skýrslum veiðimálstofnunar en upplýsingar um veiðistjórnun af ýmsum veiðisíðum.
Í töflunni kemur fram að aðeins 6 af þessum svæðum eru með kvóta á bleikjunni.  Hugsanlega er ég með rangar upplýsingar um einhver svæðin - það væri vel þegið ef menn vita betur að þeir láti mig.  696-5464 eða erlendursteinar(at)gmail.com.

Af þessum 6 svæðum,  þá innleiddi Pálmi Gunn veiða&sleppa á tvö þeirra, Litluá og Brunná.  Ólafsfjarðará, Flókadalsá og Héðinsfjarðará skiptu um leigataka - og nýjir leigutakar settu á kvóta.  Stofninn á einu svæðinu - Eyjafjarðará - hrundi og því var gripið til kvótasetningar þar.    Landeigendur sjálfir virðast því ekki hafa frumkvæði að kvótasetningu.

Kvótasetning er hinsvegar ekki eina aðferðin til veiðistjórnunar.  Í flestum ám á Íslandi er sókn stýrt með takmörkunum á fjölda stangardaga og í sumum ám eru ákveðin svæði friðuð fyrir allri veiði.  Á Íslandi er lögbundið að sjórna skuli veiði með s.k. nýtingaráætlun, þar sem kveðið er á um fjölda veiðidaga, agn og kvóta.











Þegar veiðin hefur dregist saman um 40% á skömmum tíma geta menn geta svo spurt sig hvort ástæða sé til að stýra veiði betur í bleikjuám...

Sjóbleikjuveiði hefur verið á niðurleið í Noregi frá árinu 2003 og á Íslandi frá árinu 2001.  Sem hlutfall af meðaltali áranna 1995-2012, var veiði ársins 2012 í Noregi 48% og á Íslandi  60% .  




No comments:

Post a Comment