Dec 4, 2014

Eyjafjarðará 2014

Mynd 1 / Fyrsta svæði í Eyjafjarðará
Heldur er hann hægfara batinn á bleikjunni í Eyjafjarðará.   Lokatölur 2014 voru 449 bleikjur, 236 urriðar og 2 laxar - samtals 687 fiskar.   Það er næstlakasta bleikjuveiðin frá 1991 og sömuleiðis næstlægsta heildartalan. Aðeins árið í fyrra var lakara.
Urriðaveiðin var hinsvegar yfir meðaltali en hefur þó ekki verið lægri síðan 2007 og 2008. Tíðindið eru kannski að aftur veiðist meira bleikju en urriða.  Þannig hefur það hefur reyndar verið alla tíð, ef frá eru talin árin 2012 og 2013.