Apr 22, 2013

Dauður fiskur hrygnir ekki...:)

Nálgun okkar á stangveiðar breytist hratt, sem betur fer, því stöðugt eykst veiðiálagið.  Hófsöm nýting, fiskur á grillið en ekki í frystinn og veiða&sleppa þar sem það sem við er sennilega það koma skal.  
Hér er fínt myndband frá Kanada um hvernig framkvæma á veiða&sleppa.


Hvalvatns-Fjarðará

SVAK og félögin eru með árkynningu í kvöld (mánudagkvöld 22.04.2013) -
Hvalvatns-Fjarðará verður í brennildeplinum.  Ég hef komið þarna - það er alger upplifun.  Áin er klassísk jökulskotin dragá, þar sem jökullitar getur gætt allt fram á haust.  Veiðin þarna virðist vera ýmist í ökkla eða eyra.  Það er sko alveg þess virði að skella sér einn túr þarna úteftir.  Hér neðar set ég inn veiðitölur, kynningarmyndband og nokkrar myndir.

Apr 8, 2013

Hofsá í Lýtó

Í kvöld ætlar Ármann að spjalla um Hofsá í Lýtó á vetrarstarfi veiðimanna.  SVAK tók ánna á leigu 2008 og á hún orðið marga aðdáendur, enda alger perla í afdal.  Breytileiki í veiðivon og aðstæðum til veiða háir ánni hinsvegar, því stundum gerir jökulskotið úr Fossánni svæðið óveiðandi.  Og veiðin er eftir þvi, ýmist í ökkla eða eyra...
Á sínum tíma eyddi SVAK nokkru púðri í að gera sumarhús við Litluhlíð að notalegum gistikosti, steyptur var upp heitur pottur, smiðaður pallur, ofl.  Síðan þá hafa Marta og Addi snurfusað svæðið í kring.  Nú er þetta orðið virkilega notalegt að koma þarna - eiginlega alger fjölskylduparadís.  Fór þarna í fyrra með familjunna - það var dásamalegt og nutu sín allir.