Á sínum tíma eyddi SVAK nokkru púðri í að gera sumarhús við Litluhlíð að notalegum gistikosti, steyptur var upp heitur pottur, smiðaður pallur, ofl. Síðan þá hafa Marta og Addi snurfusað svæðið í kring. Nú er þetta orðið virkilega notalegt að koma þarna - eiginlega alger fjölskylduparadís. Fór þarna í fyrra með familjunna - það var dásamalegt og nutu sín allir.
Hér má sjá veiðina í Hofsá eftir dögum árin 2008-2012. Rétt er að hafa í huga að öll árin hefur áin verið lítið sótt - eða með innan við 30% nýtingu. Það er nánast eingöngu bleikja sem veiðist þarna en alltaf slæðist nokkrir laxar með - eru þá jafnan á ferðinni vænir tveggja ára fiskar.
No comments:
Post a Comment