Apr 8, 2013

Hofsá í Lýtó

Í kvöld ætlar Ármann að spjalla um Hofsá í Lýtó á vetrarstarfi veiðimanna.  SVAK tók ánna á leigu 2008 og á hún orðið marga aðdáendur, enda alger perla í afdal.  Breytileiki í veiðivon og aðstæðum til veiða háir ánni hinsvegar, því stundum gerir jökulskotið úr Fossánni svæðið óveiðandi.  Og veiðin er eftir þvi, ýmist í ökkla eða eyra...
Á sínum tíma eyddi SVAK nokkru púðri í að gera sumarhús við Litluhlíð að notalegum gistikosti, steyptur var upp heitur pottur, smiðaður pallur, ofl.  Síðan þá hafa Marta og Addi snurfusað svæðið í kring.  Nú er þetta orðið virkilega notalegt að koma þarna - eiginlega alger fjölskylduparadís.  Fór þarna í fyrra með familjunna - það var dásamalegt og nutu sín allir.


Hér má sjá veiðina í Hofsá eftir dögum árin 2008-2012.  Rétt er að hafa í huga að öll árin hefur áin verið lítið sótt - eða með innan við 30% nýtingu.  Það er nánast eingöngu bleikja sem veiðist þarna en alltaf slæðist nokkrir laxar með - eru þá jafnan á ferðinni vænir tveggja ára fiskar.






















No comments:

Post a Comment