Feb 28, 2013

Vísindaþing landbúnaðarins 2013

Vísindaþing landbúnaðarins, sem áður hét Fræðaþing landbúnaðarins, verður haldið þann 6. mars nk.  Jafnan eru nokkrir áhugaverðir fyrirlestrar þar um ferskvatnsfiska.  Nú verða þar nokkrir undir liðnum Áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi, lífríki og ræktun; hvað hefur gerst og hvað getur gerst

13:00    Vatnavistkerfi í hlýnandi loftslagi — Jón S. Ólafsson,  Gísli M. Gíslason,  ofl..
13:20    Eru breytingar á stofnstærðum bleikju og urriða af völdum loftslagsbreytinga — Guðni Guðbergsson
13:40    Sjóbleikja á vatnasviði Hvítár í Borgarfirði – Stofnstærð og göngur — Ingi Rúnar og Sigurður Már
14:00    Nýjar fisktegundir í ferskvatnsfánu Íslands — Magnús Jóhannsson og Benóný Jónsson
Hér má svo lesa nánar um þingið   

Ég hef hinsvegar aldrei skilið afhverju ferskvatnsfiskar eru með landbúnaði í flokkunarfræði stofnana. Hefði haldið að ferskvatnsfiskar ættu meira sameiginlegt með frændum sínum í sjó en trjám og rollum....!   En sú vitleysa á sér langa sögu sem smátt og smátt er undið ofan af.

Feb 27, 2013

Tökuvarar #1

Hún er eilíf leitin að tökuvaranum eina og sanna.  Marga hefur maður prófað með misjöfnum árangri. Sumir tolla ekki nógu vel á sínum stað, aðrir sjást ekki nógu vel, einhverjir eru of þungir í kastinu og aðrir sökkva.  Rakst á einn enn  - ættaðan frá Nýja Sjálandi.  Úr Nýsjálenzkri ull, en ull er svosem ekki nýjung, heldur er það aðferðin og græjan sem setur hann á sinn stað sem er nýjungin:  NEW ZEALAND Strike Indicator Tool 
Já, auðvitað panta ég mér einn svona og segi svo fréttir af reynslunni....

Feb 23, 2013

Af vetrarsumrum og veiðum

Fín veðurspá fyrir mánudaginn, hiti um allt land yfir frostmarki og víða við ströndina um 10°C.  Vafalaust langar marga að fara til veiða, sumstaðar leyfa bændur slíkt og hefur maður heyrt fréttir af fínum skotum hér og hvar, bæði í urriða og bleikju. Það fylgir yfirleitt sögunni að hluti fiskjarins hafi verið vel haldinn en annar hluti grindhoraður.  Væntanlega er þá annarsvegar um að ræða geldfisk, sem notar allt æti til vaxtar og hinsvegar um að ræða hrygningarfisk sem notar stærstan hluta ætisins til þroskunar á kynkirtlum (svil og hrogn).  Ef reynt er að fá upp...

Feb 21, 2013

Magafylli laxa og Vorflugupúpur

Aldrei hafa mér þótt myndir af fiski á aðgerðaborði vera smekklegar, en set þó eina slika inn.   Fyrir því eru sérstakar ástæður,  því fiskurinn reyndist einstakur og ýmislegt kom á óvart við aðgerðina...
Þannig er að seinni hlutinn af júli er frábær tími í bleikjunni hér í firðinum - þar sem formúlan er gott veður, fallandi vatn, nýgenginn bleikja, uppstrím fimman í hendi og Pheasant Tail á taumnum.
Einfaldlega ávísun á hamingju.  Þótt ég sé ekkert sérstaklega fiskinn rek ég stundum í fisk og jafnvel hirði ég einn til að hafa með heim á grillið - eða tvo.

Feb 18, 2013

Vetrarstarf veiðimanna - Bleikjan....

Var með erindi hjá stangveiðifélögunum í kvöld - um bleikju.  Fin mæting og góðar umræður - takk kærlega fyrir komuna.  Einhverjir höfðu á orði að þeir hefðu ekki séð nógu vel glærunar - hér eru þær allar....







Feb 14, 2013

Ránfiskur fær nýja merkingu..

Ránfiskur fær nýja merkingu þegar maður skoðar   þessar Leirgeddur veiða sér dúfur til matar...
Leirgeddur eða Catfish er ferskvatnsfiskur sem hefur náttúrulega útbreiðslu um allan heim.  Nokkuð vinsæll í eldi enda ekki kröfuharður á umhverfi sitt.  Stundum uppnefndur drullupollafiskur og er bragðið víst eftir þvi - sel það þó ekki dýrara...
Getur orðið hrikalega stór og víða vinsæll í sportveiði. Nokkra þeirra stærstu má sjá hér.

Feb 6, 2013

Laxadeilan mikla?

Fiskistofa hefur tekið saman tölur um lax sem meðafla á flotvörpuveiðum árin 2010-2012
Þar kemur fram að lax er stundum meðafli en magnið er tiltölulega lítið (0-6 laxar/tonnafla) og afar breytilegt á milli ára.  Miðað við 3 laxa á hver veidd þúsund tonn og veiðina í flotvörpu síðustu 20 árin, hefur fjöldi laxa verið 1.000-3.000. og miðað við 6 fiska í tonninu þá gæti heildarmagn á laxi sem kemur í flottroll á ári farið í allt að 6.000 fiskar.
Það munar nú um minna... .
Athygli vekur hver uppruni laxins er - en hann virðist að mestu leyti vera norskur og írskur.

Svavar Hávarðsson skrifaði fína úttekt á þessu í fréttablaðið í den..

Feb 5, 2013

MS-inngangur

umþaðbileinhvernveginnsvona gæti inngangurinn í ritgerðinni minni litið út..

Lax- og silungur hefur verið nytjaður hér á landi frá landnámi, fyrst sem matarkista en síðustu áratugi sem stangveiðisport.  Óhætt er að flokka þessa fiskistofna sem verulega verðmæta náttúruauðlind enda voru bein, óbein og afleidd áhrif stangveiða á laxi og silungi á þjóðarbúið metin árið 2004 á allt að 9 milljarða (Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, 2004) og aftur árið 2009 á 15 milljarða (Sigurbergur Steinsson, 2010). 

Feb 4, 2013

Ólafsfjarðará

Í tilefni þess að Raggi Hólm var með kynningu á Ólafsfjarðará og að SVAK opnaði á sölu leyfa í ánna, tók ég saman smá tölfræði um veiðina í Óló...

Það er svosem fátt sem kemur mér á óvart í þeirri samantekt.  Besta veiðin er frá opnun og fram í miðjan ágúst - og reyndar mesta sóknin.
Veiðin í ánni hefur heldur verið á niðurleið síðustu árin,  þó kom athyglisverður kippur í veiðina í september 2011.  Reyndar má segja að septemberdagarnir séu vanmetnir í ánni - nánast ekkert selst af þeim,  þó eru þeir hræódýrir og yfirleitt gefa þessir fáu dagar sem þó eru nýttir nokkra veiði.  En tölfræðina má sjá hérneðar..