Feb 6, 2013

Laxadeilan mikla?

Fiskistofa hefur tekið saman tölur um lax sem meðafla á flotvörpuveiðum árin 2010-2012
Þar kemur fram að lax er stundum meðafli en magnið er tiltölulega lítið (0-6 laxar/tonnafla) og afar breytilegt á milli ára.  Miðað við 3 laxa á hver veidd þúsund tonn og veiðina í flotvörpu síðustu 20 árin, hefur fjöldi laxa verið 1.000-3.000. og miðað við 6 fiska í tonninu þá gæti heildarmagn á laxi sem kemur í flottroll á ári farið í allt að 6.000 fiskar.
Það munar nú um minna... .
Athygli vekur hver uppruni laxins er - en hann virðist að mestu leyti vera norskur og írskur.

Svavar Hávarðsson skrifaði fína úttekt á þessu í fréttablaðið í den..











Nú það eru nokkrir skemmtilegir vinklar á þessu....

-Lög:
"14. gr. Laxveiðar í sjó.
Ekki má veiða lax í sjó. Veiðist lax í veiðitæki í sjó skal sleppa honum strax aftur.
55. gr.
Stjórnvaldssektir.
Lögregla og Landhelgisgæsla Íslands geta lagt stjórnvaldssekt að fjárhæð 50.000 kr. á skipstjóra eða hvern þann sem veitt hefur lax í sjó og af ásetningi eða gáleysi ekki sleppt honum strax aftur. Ef brot er stórfellt má leggja á hinn brotlega 200.000 kr. stjórnvaldssekt. Sektir samkvæmt þessari grein renna í Landhelgissjóð Íslands."

--Makríldeilan:
gæti tekið á sig tvist -  Norðmenn og Írar gætu snúið þessu uppí Laxadeilu:)

---NASF:
Hvað ætli Orri laxapabbi segi um þetta?

Hér má svo sjá samantekt á heildarafla í flotvörpu síðustu 20 árin og reiknaðan heildarafla af laxi miðað við 3 fiska í tonninu..:



Að lokum er hér mynd af sjávardvöl íslenska laxins - ættuð frá veiðimálastjóra/Fiskistofu/Veiðimálastofnun:




No comments:

Post a Comment