May 16, 2013

Eru selir ógn eða æði...?

Skjáskot af akv.is
Mál dagsins er frétt um seladráp við ósa Eyjafjarðarár. Sjá hér:
Löngum hefur tíðkast að skjóta seli við ósa áa - jafnt í Eyjafirði sem annarsstaðar,  menn líta á selinn sem ógn við fiskistofna ánna...
Stóra spurningin er þá hvort selur sé ógn eða æði....
Étur hann fisk eða flugu?
Heimildum ber ekki saman...

Ég hef heyrt í heitapottinum að aldrei hafi fundist selur með ummerki um silung í mallakút...
Erlingur á selsetrinu veit hugsanlega allt um það - 
Við kannski spurjum hann...

Það er hinsvegar rétt að halda því til haga að stofnsstærð Kampsels er talin vera um 1.000.000 dýr.

Bleikjustofninn í Eyjafjarðará er hinsvegar á gjörgæslu, Veiði þar hefur farið úr 3500 fiskum, þegar mest var, í rúmlega 500 fiska á síðasta ári.  Stofnstærðin gæti því verið komin niður í 1-10 þúsund fiskar.  Í ljósi þessa hefur verið tekin upp veiðistjórnun með aflakvóta.

Það er alveg ljóst að ef selur ætlar að éta bleikjuna mína þá finnst mér hann í órétti...

May 15, 2013

Veiðiskóli SVAK 2013

Þá er dagskrá veiðskólans í sumar klár:
  • 10. bekkingar frá 1. júní
  • Unglinganámskeið, 
  • Veiðinámskeið fyrir byrjendur 
  • Andstreymisveiði 
  • Lærðu á ánna
  • Einhendunámskeið 
  • Tvíhendunámskeið 
Skráning er á elli(a)svak.is 

May 8, 2013

Snjórinn og vorið..

Hvað sem öðru líður þá eru bátarnir mættir á Pollinn
og í silunginn.  

 Þar eru svo litlir og sætir að lög gilda ekki um þá  -
 eða það finnst þeim amk...
Hér nyrðra hafa siðustu vor verið frekar mild og snjólétt, flestar ár í firðinum auðar seinnipart apríl.  Þá hafa raddir vaknað meðal veiðimanna sem vilja hefja veiðar fyrr á vorin.  Urriðinn að vakna til lífsins í ánum sjálfum og sjóbleikja og birtingur kominn í fæðugöngur á ósasvæðin.  Það er sjálfsagt að prufa og opna einhverjar ár fyrr.  Huga verður þó að veiðistjórnun og kvótasetningu.  Fleiri veiðidagar auka veiðiálag og sennileg mega fæstir bleikjustofnarnir við því.  Nú er veiði t.d.  hafin í Hörgánni - hef svosem lítið frétt af aflabrögðum - en eitthvað hefur kroppast upp.   Það verður athyglisvert að fylgjast með þróun mála þar.

Það ótrúlega mikill munur á snjómagni innan fjarðarins - yst í firðinum er langt í að árnar verði veiðanlegar en hér innar hafa ár verið snjólausar og veiðanlegar í einhverjar vikur.  Hér eru nokkrar myndir teknar síðustu daga.

May 3, 2013

SVAK og 10. bekkingarnir


Stangveiðifélag Akureyrar (SVAK) á 10 ára afmæli um þessar mundir.  Í tilefni þess er öllum 10. bekkingum á Akureyri boðið á fluguveiðinámskeið í júníbyrjun.

Námskeiðin eru hugsuð sem kynning á fluguveiðum, möguleikum til stangveiða, fiskitegundum, aðferðum og búnaði.  Nemendur fá að spreyta sig á flugustöng með leiðsögn.   Ekkkert gjald er á námskeiðin og veiðistangir verða á staðnum.    
Staðurinn er Leirutjörn

Til að allir fái sem besta þjónustu er skynsamlegt að forskrá þátttöku á elli(at)svak.is  eða  696-5464

Nokkur námskeið verða í boði: