May 16, 2013

Eru selir ógn eða æði...?

Skjáskot af akv.is
Mál dagsins er frétt um seladráp við ósa Eyjafjarðarár. Sjá hér:
Löngum hefur tíðkast að skjóta seli við ósa áa - jafnt í Eyjafirði sem annarsstaðar,  menn líta á selinn sem ógn við fiskistofna ánna...
Stóra spurningin er þá hvort selur sé ógn eða æði....
Étur hann fisk eða flugu?
Heimildum ber ekki saman...

Ég hef heyrt í heitapottinum að aldrei hafi fundist selur með ummerki um silung í mallakút...
Erlingur á selsetrinu veit hugsanlega allt um það - 
Við kannski spurjum hann...

Það er hinsvegar rétt að halda því til haga að stofnsstærð Kampsels er talin vera um 1.000.000 dýr.

Bleikjustofninn í Eyjafjarðará er hinsvegar á gjörgæslu, Veiði þar hefur farið úr 3500 fiskum, þegar mest var, í rúmlega 500 fiska á síðasta ári.  Stofnstærðin gæti því verið komin niður í 1-10 þúsund fiskar.  Í ljósi þessa hefur verið tekin upp veiðistjórnun með aflakvóta.

Það er alveg ljóst að ef selur ætlar að éta bleikjuna mína þá finnst mér hann í órétti...

No comments:

Post a Comment