Jun 4, 2015

Vatnsmikið veiðisumar..?

Vatnsmagn í veiðiám er ein af stóru breytunum í veiðinni.  Það er ýmist of eða van og breytileiki milli ára getur verið ótrúlega mikill.  Snjómagn í upphafi sumars er forðabúrið og ræður miklu um framvinduna.  Hitastig og úrkoma ráða einnig miklu - enda bráðnar snjór víst ekki í kulda og rigning hefur yfirleitt bein áhrif á vatnsmagn.
Ekki man ég hvernig vatnabúskapurinn 2014 var sv-lands en hér nyrðra var leysing fram í ágúst. Það bitnaði á veiðinni.
Til að spá fyrir um vatnasumarið 2015 náði ég mér í kort sem sýnir mismun á snjómagni í byrjun maí á milli áranna 2015 og 2014.