Nov 26, 2014

Áttu bleikju í frystinum?


Kæri veiðimaður
Áttu nokkuð bleikju í frystinum?  
Ef svo er þá langar mig að biðja þig um smá aðstoð.

Þannig er að til rannsókna vantar mig talsvert af bleikjusýnum, helst bleikjuhausum. 
Ef þú átt bleikju og ert til í að aðstoða mig, hafðu þá endilega samband, ég mæti á svæðið og tek sýnið.  Það þarf ekki að afþíða fiskinn - við tökum hann bara úr frystinum í fimm mínútur og ég tek sýnið.
Ég get ekkert greitt fyrir aðstoðina, framlag til vísinda og einlægt þakklæti verða að duga:)