Dec 6, 2013

Konfektkassi íslenskra veiðibókmennta?

Fékk það skemmtilega verkefni að lesa veiðibók og spjalla um hana í sjónvarpi.  Um var að ræða tvíbindið: "Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók" eftir  Sölva Björn Sigurðarson.  Þarna er á ferðinni virkilega metnaðarfullt verk sem m.a. var tilnefnt til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013.  
Bækurnar eru skyldulesning og -eign allra áhugamanna um stangveiðar, ferskvatnsfiska og menningu því tengda.  Skyldulesning af því um er að ræða mikinn og áhugaverðan fróðleik og skyldueign því að verðlauna ber svona útgáfu með því að kaupa hana.

Hér neðar má sjá álit mitt á bókunum.