Árnar mínar

eða öllu heldur árnar sem mér þykir skemmtilegast að veiða eða langar til að veiða.  Enginn texti - bara myndir, þar til annað kemur í ljós.

Glerá -væri gaman að rækta upp og gera að æfingasvæði fyrir upprennandi veiðimenn



Fljótaá er virkilega skemmtileg bleikjuá - margir fara þangað í laxveiði, en ég nálgast hana eingöngu sem bleikjuá - enda veiðast þar allt að 2.000 á ári og það er ekki veitt á nema 4 stangir..



Fnjóská er í algeru uppáhaldi hjá mér - hún er eitthvað svo Íslenzk - full af andstæðum, sveiflum og algerlega ófyrirsjáanleg.


Brunná er alger perla - fallegt umhverfi rammar inn netta á...

Eyjafjarðará er sennilega sú á sem hef ég fer hvað oftast í - þegar fjölskyldan ákvað að setjast að á Akueyri á sínum tíma, var Eyjafjarðará eitt af lóðunum á vogarskálinni - falleg og fjölbreytt - með fullt af fiski, því þótt bleikjunni hafi fækkað kemur urriði og birtingur í staðinn..