Feb 10, 2015

Um stangveiðar hér og þar....


Stangveiðar / sportveiðar eru risastórt fyrirbæri á heimsvísu - árlegur fjöldi stangveiddra fiska er um 50 milljarðar og þar af væru 17 milljarðar drepnir eða um 1/3.  Það þýðir þá að miklum meirihluta er sleppt aftur.  Umfang stangveiðar er orðið slíkt að þær svara til á milli 15-35% af heildarafla heimsins.
Á ýmsum ferskvatns- og strandsvæðum hafa stangveiðar tekið nytjaveiðar yfir og eru stangveiðar nú orðnar aðal ástæða veiðidauða hjá mörgum tegundum sem eru eða voru nytjastofnar.
Stangveiðar eru mikilvæg afþreying fyrir fólk víða um heim og haga gríðarlega víðtæk efnahagsleg áhrif, bæði svæðisbundin og á landsvísu.  Gott aðgengi að stangveiði er hluti af búsetutengdum lífsgæðum,  rétt einsog aðgengi að skíðasvæði eða sundlaug, góðum samgöngum, menntun og heilbrigðisþjónustu...!

Meira um þetta hér neðar....