Vísindin og ég

Ég er miðaldra stangveiðinörd með endalausan áhuga á stangveiði, ferskvatnsfiskum, veiðistjórnun, umhverfismálum og ýmsum hagsmuna- og félagsmálum tengdum stangveiðum.  Kann best við mig á bakkanum í vöðlum, ýmist við rannsóknir, stangveiðar eða leiðsögn. Var formaður SVAK í fimm ár og tek virkan þátt í félagsstarfinu.
Sjávarútvegsfræðingur BS frá HA, með MS-gráðu frá HA í veiða&sleppa á bleikju .
Stefni á bleikjurannsóknir næstu fjögur árin (2014-2018)  - aðallega við Eyjafjörð - í doktorsnámi mínu við .
Flyt stundum erindi um bleikju og/eða stangveiðar og sinni stundakennslu við HA.

Nýjustu fyrirlestrar, erindi og skýrslur:

Nú eru 4 rannsóknarverkefni í gangi og 3 ný eru í burðarliðnum:

1) Bleikjan í Eyjafirði

er stóra verkefnið, stórum áfanga í því lauk með MS-gráðu í júní 2014 og má lesa þá ritgerð hér, en verkefnið heldur áfram og verður hluti af doktorsverkefni minu.  Markmiðið er að meta áhrif veiða og sleppa sem veiðistjórnaraðferðar og skoða far og vöxt bleikju í Eyjafirði með áherslu á Eyjafjarðará.  Það er gert með umfangsmiklum merkingum, sýnatöku til aldursgreiningar og vinnslu á fyrirliggjandi gögnum.  Þetta verkefni er við það að renna inní doktorverkefnið mitt.
Rannsóknartími:  2008-2018

2) Veiða og sleppa í Fnjóská
þar er verið að meta endurveiðihlutfall við veiða/sleppa, með því að merkja veiddan fisk og sleppan honum.  Veiðimenn skrá svo í veiðibók ef merktur fiskur endurveiðist. Rannsóknartími: 2010-2015

3) Laxá Hraun
þar er markmiðið að fylgjast með fari og vexti fisks.  Hversu staðbundinn er fiskurinn?  Hver eru áhrif veiða og sleppa?  Hversu hátt er endurveiðihlutfall?  Rannsóknartími: 2010-2015

4) Litluárvötn - Far og vöxtur fisks
Hvert er göngumynstur fisks í Litluá og Skjálftavatni?  Hversu hratt vex fiskurinn?  Hversu hátt er endurveiðihlutfall?  Hvernig er seiðabúskapurinn?
Rannsóknar tími:  2013-2018

Næstu verkefni eru svo:

5) Bleikja á Norðurlandi
Sem er risastóra verkefnið.  10 ára langtímarannsókn á bleikjunni í Eyjafirði, Tröllaskaga og í Kelduhverfi, þar sem markmiðið er að rannsaka samspil lífshátta bleikju, veiðistjórnunar og loftslagsbreytinga. 
Árnar eru Fnjóská, Eyjafjarðará, Hörgá, Þorvaldsdalsá, Svarfaðardalsá, Ólafsfjarðará, Héðinsfjarðará, Fljótaá, Flókadalsá, Litlaá og Brunná. 
Áætluð verklok á doktorsverkefni eru í árslok 2017, en gert ráð fyrir að rannsókn haldi áfram uns 10 ára gagnaseríu væri náð. 

Rannsóknin verður þríþætt og í árslok 2017 á að birtast vísindagrein um hvern þátt:

a/ Klassísk fiskifræði
Annarsvegar gagnasöfnun á umhverfisþáttum, s.s. vatnshita, lofthita, snjómagni, PH.  Hinsvegar fiskifræðirannsóknir (VPA) með seiðamælingum, aldursgreiningu, stofnstærðarmati, mati á veiðiálagi og náttúrulegum afföllum. Í hverri á verða settir upp 1-2 hitasíritar til að fylgjast með hitasveiflum og samspili lofthita og vatnshita, 2011 voru settir upp 2 síritar í Eyjafjarðará.  Árlega er fram seiðamæling og sýnatökur til aldursgreiningar (þau sýni verða einnig notuð í DNA/erfða -rannsóknir).  Nú þegar er búið að safna talsverðu magni sýna.   Aldursgreining og upplýsingar úr veiðibókum verða notaðar til að setja upp stofnstærðarpælingu í VPA. Eyjafjarðará verður lykilá.  Í Eyjafjarðará verður settur upp fiskiteljari til að fylgjast með göngutíma, stofnstærð, stærðardreifingu og veiðálagi. Þar verða bleikjur merktar með radíómerkjum til að fylgjast með fari þeirra. 
b/Vöktun á landnámi bleikju á áður ófiskgengum svæðum Fylgst með landnámi fisks á ófiskgeng búsvæði ofan fossa, sem mögulegt er að gera fiskgeng. Árnar eru Þorvaldsdalsá, Eyjafjarðará ofan Brúsahvamms og Smjörhólsá sem rennur í Brunná í Kelduhverfi.  Bleikja verður fönguð, merkt  og flutt upp fyrir sumarið 2015.  Seiðamælingar fara fram á ófiskgenga svæðinu árin 2015-2017, til að meta árangur hrygningar.
c/ Veiða&sleppa sem veiðistjórnunaraðferðÁframhald á fyrri rannsóknum, þar könnuð verða áhrif ýmssa þátta á afföll veiddra&slepptrar bleikju. Metin verða áhrif mismunandi króka, löndunartíma eða loftunartíma, þannig að stangveiddur fiskur, meðhöndlaður á ólíkan hátt, er settur í kvíar eða kistur og afdrif skoðuð.  Niðurstöður úr merking/endurveiði rannsókn verða notaðar til samanburðar við niðurstöður úr fiskteljara þegar stofnstærð er metin. 

6) Fiskirækt í tveimur fisklausum ám (fisklitlum) - nánar, kannski um það síðar.

7) Landnám lax á ófiskgengu svæði - fylgst með landámi lax á svæði ofan við ófisgengan foss þar sem gerður er fiskvegur.
Síðast uppfært-26.11.2014