Apr 23, 2014

Óstjórn stangveiða


Vorboðar veiðimanna eru margir - einn slíkur eru fréttir af stórurriðadrápi í Þingvallavatni ásamt stóryrtum og misvel-rökstuddum upphrópunum með eða á móti. Þarna er nú samt á ferðinni klassískt dæmi um nytjar á sameiginlegri en takmarkaðri auðlind.  Í raun skólabókardæmi sem fjallað er um bæði útfrá auðlindahagfræði og leikjafræði.  Í stuttu máli segir sagan okkur að ef nytjum á slíkum auðlindum er ekki stýrt, þá verður gengið að þeim þar til ekkert er eftir.   Með öðrum orðum - græðgi mannsins klárar auðlindina. Aðeins er hægt að koma í veg fyrir það með því að setja á sameiginlega stýringu á nýtingu auðlindarinnar, byggða á bestu fáanlegu upplýsingum.