May 19, 2014

Veiða og sleppa á bleikju

Ritgerðin mín loksins fullgerð - hér er hún í fullri lengd (pdf) fyrir áhugasama og aðra - og sem veftímarit hér.
Þetta er búin að vera mikið og lærdómsríkt ferðalag - sex ár frá brottfarardegi, með ýmsum áningarstöðum.  Ég er stoltur af gripnum, stundaði þessi vísindi af forvitni, sönnum áhuga og virðingu fyrir viðfangsefninu.  Prófgráðan var tækið til að geta framkvæmt þetta en ekki markmiðið í sjálfu sér.  Ég er þakklátur öllum þeim sem tóku þátt á einn eða annan hátt.  Sérstakar þakkir fá efasemdarmenn veiða og sleppa aðferðarinnar - því ef enginn hefði efinn verið, þá hefði mér ekki dottið þetta til hugar.
Næst er það doktorsnámið og meiri bleikjurannsóknir.  Ef maður ætlar að vera veiðinörd þá er best að fara alla leið....
Set útdráttinn á næstu síðu.