Jun 13, 2012

Flóð eða fjara?

Á þessum árstíma er víða ágæt bleikjuveiði á ósasvæðum.  Bleikjan fylgir gjarnan fallinu, mokar í sig marfló ofl. góðgæti.  Ekki virðist bleikjan haga sér eins á öllum ósasvæðum, sumsstaðar er best að veiða hana á liggjandanum, annarsstaðar nokkru eftir háflóð og einhversstaðar gefur hún sig á innfallinu. Fallapólitík bleikjunnar verða menn bara að læra af reynslunni.  En þegar hún hefur verið kortlögð er ágætt að hafa góða flóðatöflu til að fletta í. Nokkrar fínar flóðatöflur eru á vefnum: Akureyri, Icelandþessi og þessi og þessi er líka með fróðleik um hvernig túnglið hefur áhrif á töku fiska. Hér er svo fín síða um sjávarföll í Eyjafirði. Vistey.is
Myndbandið er svo eina lagið sem ég man til að hafi verið samið um....flóðatöflur?