Jun 6, 2012

Stangveiði og stórlaxar...

Í gær opnuðu tvær laxveiðiár, fjölmiðlar voru duglegir að flytja fréttir af því.  Það er vel að fjölmiðlar flytja fréttir af stangveiði.  Miður er hinsvegar að þeir fjalla nánast eingöngu um laxveiði.  Það sýnir í hnotskurn hvað gildismat fjölmiðlafólks er skakkt og tilfinning þeirra fyrir lífinu í landinu er slöpp.  Á þessu eru þó undantekningar, því silungsveiðin fær ágæta umfjöllun á veiðivefjum grasrótarinnar.
Stangardagar í laxveiði eru 40.000,  rúmur þriðjungur fer til útlendinga, 15% er óselt, 20.000 dagar fara þá til Íslendinga, flestir þeirra fara í tvo eða fleiri tveggja daga túra og eru tveir um stöng.  Það þýðir að um 10.000 Íslendingar kaupa sér laxveiðileyfi.   Í könnunum kemur hinsvegar fram að um 60-70.000 manns veiða árlega - það þýðir að 50.000 þeirra sem veiða, fara ekki í laxveiði.
Samt fjalla fjölmiðlar um stangveiðar einsog þær snúist bara um laxveiði.  Það er svona svipað og umfjöllum um sjávarútveg einskorðist við fréttir af humarbátum.......