Jun 14, 2012

Niður með stíflurnar...

Á sama tíma og Íslendingar vilja enn byggja stíflur sem hafa nokkuð óumdeilanleg áhrif á vistkerfið, eru aðrar þjóðir að rífa stíflur - til að endurheimta horfin vistkerfi......


Hérlendis er umræðan um endurheimt viskerfa með afstíflum að fæðast.  Nefndar hafa verið Skeiðsfossstíflan í Fljótaá, Sogsstíflur, Elliðavatnsstíflan o.fl.
Merkilegt er að flestir fiskifræðingar og vistfræðingar - nema kannski forstjóri Vveiðimálastofnunar,ef ég skildi hann rétt - eru mótfallnir  Þjórsárstíflum.... meira að segja þessi hér sem hefur nú ekki verið þekktur sem friðunar- eða verndarsinni...!
Í vefútgáfu TheNewYorkTimes má lesa um stíflu í Maine í BNA sem fjarlægð var til að endurheimta hrygningarslóðir. Í vefútgáfu San Francisco Cronicle má svo lesa um fleiri slíkar í Kalíforníu í BNA. (uppfært 9.4.13).
Hér er svo kort yfir stíflur sem hafa verið fjarlægðar í BNA síðustu áratugin (uppfært 10.03.14).