Jun 15, 2012

Hörgá svæði 1

Við feðgar fórum við þriðja mann að veiða á neðsta svæði Hörgár í morgun. Dýrðlegt veður, dásamlegt umhverfi, fögur fjallasýn, spegilsléttur fjörður, Gáseyrin iðaði af fugli, en ekki urðum við varir við fisk:).

Við mættum á svæðið um klukkustund eftir háflóð og veiddum útfallið í c.a. 3 tíma.  Kannski vorum við ekki á réttum tíma í fallinu, kannski var bleikjan ekki svæðinu, kannski vorum við bara klaufar.  Kannski hefði ég átt að horfa á mynbandið hans Þórodds...

No comments:

Post a Comment