Jun 15, 2012

Fnjóská opnuð

Kíkkaði í kvöld í Fnjóská þar sem stjórn Flúða var að opna ánna.  Það er alltaf smá spenningur að frétta af opnuninni, enda er þetta áin sem ég eyði mestum tíma við.  Í sumar eru t.d. planaðir 16 dagpartar við ánna og sjálfsagt verða þeir fleiri.  Fínt veiðivatn var í ánni, svipað og í fyrra, en sennilega talsvert hlýrra.  Ekki veiddist fiskur í opnunni.  En róa sig.....fisklaus opnun hefur ekkert spágildi fyrir veiði sumarsins - né virðist vatnsmagn í opnun hafa áhrif á fjölda fiska í opnun.  Ég setti þetta myndrænt upp og má skoða það ásamt myndum úr opnuninni með því að smella á lesa meira.
No comments:

Post a Comment