Dec 6, 2013

Konfektkassi íslenskra veiðibókmennta?

Fékk það skemmtilega verkefni að lesa veiðibók og spjalla um hana í sjónvarpi.  Um var að ræða tvíbindið: "Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók" eftir  Sölva Björn Sigurðarson.  Þarna er á ferðinni virkilega metnaðarfullt verk sem m.a. var tilnefnt til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013.  
Bækurnar eru skyldulesning og -eign allra áhugamanna um stangveiðar, ferskvatnsfiska og menningu því tengda.  Skyldulesning af því um er að ræða mikinn og áhugaverðan fróðleik og skyldueign því að verðlauna ber svona útgáfu með því að kaupa hana.

Hér neðar má sjá álit mitt á bókunum.



Vatnabókin þótti mér áberandi betri og áhugaverðari enda gef ég henni 9/10 í einkunn.  Saga stangveiða frá landnámi og jafnvel aðeins fyrir landnám, margskonar bitastæður fróðleikur sem setur veruna á árbakkanu í nýtt samhengi.  
Stangveiðar á Íslandi er svo þykkari bókin og fær hún 7/10 í einkunn. Þar veiðir höfundur sig í kringum landið með ýmsum veiðimönnum.  Sagðar eru veiðisögur íbland við fróðleik.  Sennilega hefði átt að bíða í eitt ár með þetta bindi, leyfa því að þroskast aðeins betur.  Ég las kaflann um Norðurland hvað ítarlegast og þótti mér sjóbleikjunni vera gerð óþarflega takmörkuð skil.  Til að núlla út heimóttarlega nördaskap ákvað ég að lesa til sambærilegan kafla í Stangveiðihandbók Eiríks St Eiríkssonar og fær bleikjan þar mun ítarlegri skil.  Þess ber þó að geta að Stangveiðihandbókin er skrifuð á kjölfar blómatíma sjóbleikjunnar en Stangveiðar á Íslandi uppúr bleikjuhruninu mikla.  En nóg um það.
Eftir lestur bókanna velti ég því fyrir mér hvort nöfn þeirra hafi víxlast - ég er ekki frá því.

Í heild þykir mér pakkinn vera einsog dásamlegur konfektkassi, það er sama hvar mann ber niður, oftast kemur góður moli, jafnvel þótt maður sakni einhverra.

Bókarspjallið við mig á N4:



Hér má hlýða á Spjall við rithöfundinn í Víðsjá og svo í Kiljunni:



No comments:

Post a Comment