Ekki man ég hvernig vatnabúskapurinn 2014 var sv-lands en hér nyrðra var leysing fram í ágúst. Það bitnaði á veiðinni.
Til að spá fyrir um vatnasumarið 2015 náði ég mér í kort sem sýnir mismun á snjómagni í byrjun maí á milli áranna 2015 og 2014.
Það sést að suðvestan áttir voru ríkjandi í vetur - meiri snjór sunnan við línu dregna frá Djúpi og austur á Djúpavog. Að sama skapi er minna af snjó norðan við þessa línu. Úfrá þessu má álykta að veiðimenn landsins verði í góðum málum - við viljum jú meiri snjó á sv-landi af því þar skortir oft á vatn í árnar og við viljum minni snjó á na-landi því þar er oft of mikið vatn.
En þetta var í maí......
Og síðan þá hefur snjóinn á Norðurlandi ekki tekið upp, frekar bætt í. Enda var maí óvenju kaldur. Í upphafi júní 2015 höfum við því meiri snjó á landinu öllu en á sama tíma fyrir ári.
Við hér Norðanlands erum því sennilega að sjá svipað sumar og í fyrra og hittiðfyrra - þ.e. alltof mikið vatn fram í ágúst. Sv-hlutinn verður sennilega í góðum málum.
No comments:
Post a Comment