|
Hvað sem öðru líður þá eru bátarnir mættir á Pollinn og í silunginn.
Þar eru svo litlir og sætir að lög gilda ekki um þá -
eða það finnst þeim amk... |
Hér nyrðra hafa siðustu vor verið frekar mild og snjólétt, flestar ár í firðinum auðar seinnipart apríl. Þá hafa raddir vaknað meðal veiðimanna sem vilja hefja veiðar fyrr á vorin. Urriðinn að vakna til lífsins í ánum sjálfum og sjóbleikja og birtingur kominn í fæðugöngur á ósasvæðin. Það er sjálfsagt að prufa og opna einhverjar ár fyrr. Huga verður þó að veiðistjórnun og kvótasetningu. Fleiri veiðidagar auka veiðiálag og sennileg mega fæstir bleikjustofnarnir við því. Nú er veiði t.d. hafin í Hörgánni - hef svosem lítið frétt af aflabrögðum - en eitthvað hefur kroppast upp. Það verður athyglisvert að fylgjast með þróun mála þar.
Það ótrúlega mikill munur á snjómagni innan fjarðarins - yst í firðinum er langt í að árnar verði veiðanlegar en hér innar hafa ár verið snjólausar og veiðanlegar í einhverjar vikur. Hér eru nokkrar myndir teknar síðustu daga.
Héðinsfjarðará:
Svarfaðardalsá:
Hörgá:
Leirutjörn:
Eyjafjarðará:
No comments:
Post a Comment