May 3, 2013

SVAK og 10. bekkingarnir


Stangveiðifélag Akureyrar (SVAK) á 10 ára afmæli um þessar mundir.  Í tilefni þess er öllum 10. bekkingum á Akureyri boðið á fluguveiðinámskeið í júníbyrjun.

Námskeiðin eru hugsuð sem kynning á fluguveiðum, möguleikum til stangveiða, fiskitegundum, aðferðum og búnaði.  Nemendur fá að spreyta sig á flugustöng með leiðsögn.   Ekkkert gjald er á námskeiðin og veiðistangir verða á staðnum.    
Staðurinn er Leirutjörn

Til að allir fái sem besta þjónustu er skynsamlegt að forskrá þátttöku á elli(at)svak.is  eða  696-5464

Nokkur námskeið verða í boði:


1. júní, laugardagur   kl 12-14
2. júni, sunnudagur    kl 12-14
3. júni, mánudagur    kl 14-16 og 20-22
4. júni, þriðjudagur    kl 14-16 og 20-22
5. júni, miðvikudagur kl 14-16 og 20-22

Miðað er við að hver nemi mæti aðeins á eitt námskeið - en að sjálfsögðu eru allir velkomnir oftar en einu sinni ef áhuginn er slíkur.

Leiðbeinendur verða:
Erlendur Steinar
Guðmundur Ármann
Halldór Helgi Ingvason
Hinrik Þórðarson
Pálmi Gunnarsson
Ragnar Hólm
No comments:

Post a Comment