Feb 28, 2013

Vísindaþing landbúnaðarins 2013

Vísindaþing landbúnaðarins, sem áður hét Fræðaþing landbúnaðarins, verður haldið þann 6. mars nk.  Jafnan eru nokkrir áhugaverðir fyrirlestrar þar um ferskvatnsfiska.  Nú verða þar nokkrir undir liðnum Áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi, lífríki og ræktun; hvað hefur gerst og hvað getur gerst

13:00    Vatnavistkerfi í hlýnandi loftslagi — Jón S. Ólafsson,  Gísli M. Gíslason,  ofl..
13:20    Eru breytingar á stofnstærðum bleikju og urriða af völdum loftslagsbreytinga — Guðni Guðbergsson
13:40    Sjóbleikja á vatnasviði Hvítár í Borgarfirði – Stofnstærð og göngur — Ingi Rúnar og Sigurður Már
14:00    Nýjar fisktegundir í ferskvatnsfánu Íslands — Magnús Jóhannsson og Benóný Jónsson
Hér má svo lesa nánar um þingið   

Ég hef hinsvegar aldrei skilið afhverju ferskvatnsfiskar eru með landbúnaði í flokkunarfræði stofnana. Hefði haldið að ferskvatnsfiskar ættu meira sameiginlegt með frændum sínum í sjó en trjám og rollum....!   En sú vitleysa á sér langa sögu sem smátt og smátt er undið ofan af.


                      
Hér áður fyrr voru undir landbúnaðarráðuneytinu;
Veiðimálastofnun - sem fer með rannsóknir á ferskvatnsfisku og
Veiðimálastjóri - sem var eftirlitsaðili ferskvatnsfiska

Undir sjávarútvegsráðuneytið heyrði svo;
Hafró - sem rannsakar sjávarfiska og
Fiskistofa - sem er eftirlitsaðili sjávarfiska

Og flokkunin byggðist þá ekki af verkefninu sjálfu heldur af því hvar sameiginlegir hagsmunir þeirra sem ættu eða nytjuðu viðkomandi auðlind lægju..  Semsagt starfsemi bænda er undir landbúnaðarráðuneyti og bændur eiga ár og vötn.  ERGO - ár og vötn og allt sem í þeim er, heyrir undir landbúnaðarráðuneytið.

Blessunarlega hefur svo orðið sú breyting á að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytin hafa verið sameinuð. og veiðistjóraembættið verið gert að sviði innan Fiskistofu.
Hafró og Veiðimál hafa þó enn ekki verið sameinuð - þótt það sé alveg borðleggjandi, sjávarfiskar og fersvatnsfiskar eiga sennilega meira sameiginlegt en ekki...

Svo má alveg velta því fyrir sér hvort rannsóknastofnunun og ráðgjafi um nýtingu auðlindar, eigi frekar heima í umhverfisráðuneyti en í atvinnuvegaráðuneyti.  Ég hallast að umhverfisráðuneytinu - en sú færsla gæti þó valdið tortryggni..

No comments:

Post a Comment