Ég veit ekki hver framvindan verður - ég veit hinsvegar að strax í vor væri hægt að hefja þessa ræktun. En til þess þarf bærinn að ljúka málinu.
SVAK ræddi hugmyndir sínar einnig við fyrirtækin sem staðsett eru við Glerá og flest tóku þau jákvætt í málið og voru til í leggja því liðsinni.
Í framhaldinu tókum við okkur til og nefndum 15 hugsanlega veiðistaði í ánni:
En það er fleira á teikniborðinu varðandi Glerár - á sínum tíma kom SVAK að mótun tillögu um deiliskipulag Glerár frá stíflu til sjávar. Þar segir m.a. í kaflanum "Árfarvegur og veiðistaðir":
"Skv. gildandi aðalskipulagi skal vinna áætlun um það hvernig komist verði hjá mengun Glerár vegna sigvatns frá sorphaugunum á Glerárdal.
Þessi hreinsun er forsenda þess að hægt verði að endurvekja veiði í Glerá. Haft hefur verið samráð við Stangveiðifélag Akureyrar vegna mögulegrar veiði í ánni.
Gert er ráð fyrir að árfarvegur ofan Hörgárbrautar verði óbreyttur en á því svæði eru margir heppilegir veiðistaðir þegar áin hefur verið hreinsuð.
Á svæðinu neðan Hörgárbrautar er gert ráð fyrir töluverðri stækkun á umráðasvæði árinnar í þeim tilgangi að hægja á rennsli hennar og þannig skapa betri veiðistaði og aðstæður fyrir fiskgengd. Á þessu svæði er einnig gert ráð fyrir uppbyggingu á tveimur árhólmum sem bæði fegra svæðið og styrkja veiðistaði svæðisins."
Tillagan tók svo gildi árið 2010 og er því gildandi deiliskipulag. læt hérna fylgja nokkrar myndir af Gleránni úr þessari tillögu - Höfundur myndefnis er Birkir Einarsson landslagsarkitekt FÍLA tekið úr rammaskipulagsskýrslu - Glerá - frá stíflu til sjávar - MFF 2003:
Hérna eru svo nokkar myndir í viðbót frá mér - teknar á ýmsum árstímum..