Feb 27, 2013

Tökuvarar #1

Hún er eilíf leitin að tökuvaranum eina og sanna.  Marga hefur maður prófað með misjöfnum árangri. Sumir tolla ekki nógu vel á sínum stað, aðrir sjást ekki nógu vel, einhverjir eru of þungir í kastinu og aðrir sökkva.  Rakst á einn enn  - ættaðan frá Nýja Sjálandi.  Úr Nýsjálenzkri ull, en ull er svosem ekki nýjung, heldur er það aðferðin og græjan sem setur hann á sinn stað sem er nýjungin:  NEW ZEALAND Strike Indicator Tool 
Já, auðvitað panta ég mér einn svona og segi svo fréttir af reynslunni....
Lesa má um og panta græjuna hér:  http://www.strikeindicator.com