Fín veðurspá fyrir mánudaginn, hiti um allt land yfir frostmarki og víða við ströndina um 10°C. Vafalaust langar marga að fara til veiða, sumstaðar leyfa bændur slíkt og hefur maður heyrt fréttir af fínum skotum hér og hvar, bæði í urriða og bleikju. Það fylgir yfirleitt sögunni að hluti fiskjarins hafi verið vel haldinn en annar hluti grindhoraður. Væntanlega er þá annarsvegar um að ræða geldfisk, sem notar allt æti til vaxtar og hinsvegar um að ræða hrygningarfisk sem notar stærstan hluta ætisins til þroskunar á kynkirtlum (svil og hrogn). Ef reynt er að fá upp...
hvar menn voru að veiða er farið með þær upplýsingar einsog mannsmorð. Endar er algengur misskilingur að ekki mega veiða nema frá 1. apríl til 10 október. Það á aðeins við um sjógenginn fisk, staðbundinn fisk má hinsvegar veiða frá 1. janúar til 31. des - semsagt allan ársins hring.
Það er gaman að pæla í breytingunni á snjóþekjunni í þessum mánuði - svona var hún í dag:
En svona í byrjuna mánaðar:
Kortin er að finna hér:
http://lance-modis.eosdis.nasa.gov/imagery/subsets/?subset=Iceland.2013054.terra.367.250m