Feb 4, 2013

Ólafsfjarðará

Í tilefni þess að Raggi Hólm var með kynningu á Ólafsfjarðará og að SVAK opnaði á sölu leyfa í ánna, tók ég saman smá tölfræði um veiðina í Óló...

Það er svosem fátt sem kemur mér á óvart í þeirri samantekt.  Besta veiðin er frá opnun og fram í miðjan ágúst - og reyndar mesta sóknin.
Veiðin í ánni hefur heldur verið á niðurleið síðustu árin,  þó kom athyglisverður kippur í veiðina í september 2011.  Reyndar má segja að septemberdagarnir séu vanmetnir í ánni - nánast ekkert selst af þeim,  þó eru þeir hræódýrir og yfirleitt gefa þessir fáu dagar sem þó eru nýttir nokkra veiði.  En tölfræðina má sjá hérneðar..




Hafa ber í huga að á myndinni hér fyrir neðan er um að ræða samtals veiði áranna 2008-2012 á umræddum dögum




Þegar SVAK og Flugan hófu samstarf um ánna árið 2008, lögðum við í SVAK á það áherslu að kvóti yrði settur hóflegur. Fyrstu 3 árin var hann 15 fiskar, sem okkur þótti reyndar ríflegt.   Haustið 2010 tók ég saman veiðitölurnar og sá að veiðin var á hraðri niðurleið, ég lagði þá til við Fluguna og veiðifélagið að kvótinn yrði minnkaður. Niðurstaðan hjá þeim var að auka við kvótann uppí 20 fiska.  
Ég hafði samband við Fiskistofu og vakti á þessari niðursveiflu athygli - þar á bæ sögðust menn ekkert geta gert - engin völd hafa.  Samt hafði ekki verið skilað inn nýtingaráætlun, sem lög gera þó ráð fyrir.
Þarna ríkir svo það undarlega fyrirkomulag að landeigendur geta veitt á allt að 10 stangir, fyrir 15 júlí og eftir 20. sept og að auki alla þriðjudaga - mér skilst að þeir dagar séu utan kvóta...


No comments:

Post a Comment