Stjórnsýslan kýtir við verktaka um verndum áttræðrar grjóthleðslu, en ypptir öxlum yfir örlögum 11.000 ára gamallra náttúrlegra fiskistofna - ferskvatnsfiskunum sem þó eru frumbyggjar þessa lands.
Eldi á sjö milljón fiskum af framandi stofnum í sjókvíum fær grænt ljós í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum. Skýrslu sem er unnin af teiknistofu, þar sem einu starfsmennirnir eru landslagsarkítekt og jarðfræðingur... (það kemur reyndar ekki fram hver vann þessa skýrslu)
Frestur til að gera athugasemdir við græna ljósið er til 2. des.
Landssamband Stangveiðifélaganna er með aðalfund í kvöld - vonandi verður þar samþykkt aðgerðaáætlun til verndar íslenskum ferskvatnsfiskum. Fátt annað er í stöðunni en að Landsambandið ráði sér starfsmann til að vinna í þessu brýna hagsmunamáli. Og nú þarf að vinna hratt.