Mar 13, 2013

Laxeldi í sjó #2

Það er sorglegt að horfa uppá hversu gagnrýnilausa umfjöllun hugmyndir um laxeldi fá í íslenskum fjölmiðlum.  Kranablaðamaðurinn Kristján Már Unnarsson fer þar fremstur í flokki - þessi grímulausa áróðursklippa er gott dæmi um afar lélega fréttamennsku.   Þar segir fiskeldismógull að reglur um fiskeldi á Íslandi séu fráhrindandi og kvartar:
"þeir sem skrifuðu þessar reglur hafa alla vega ekki spurt okkur í Noregi hvernig ætti að gera það.."
Já - oki... - skoðum aðeins hvaða reglur gilda á Íslandi.  Og svo má skoða leyfið hans hér - sem er hérumbil skilmálalaust...

Fiskistofa fer með málaflokkinn -hér má finna reglur ofl. og svona teikna þeir umsóknaferlið upp:
Mér finnst þetta nú ekkert sérstaklega flókið - atvinnugrein sem í annan stað er matvælaframleiðsla og getur á hinn bóginn haft áhrif á umhverfi sitt verður að fara í gegnum eitthvert ferli eða hvað?
Hér má svo skoða örlítinn samanburð á leyfakerfinu á Íslandi og Noregi - ég get ekki séð að þar muni miklu...því miður.

Hérna er svo mynd sem sýnir svæði þar sem laxeldi í sjó er bannað á Íslandi , um 70% laxveiðinnar innan þess svæðis.  Ég vil bæta amk. Eyjafirði og Öxarfirði við þetta plagg - helst öllum Vestfjörðum - Skýri það betur í næsta pistli



No comments:

Post a Comment