Veiðisumarið hjá mér fer yfirleitt frekar rólega af stað. Megnið af veiðinni minni er í júli og ágúst en september svo í 3ja sæti. Það sætir engum tíðindum enda sníð ég tímabilið að göngum bleikju og vatnafari.Er lítið að sperra mig í apríl, enda eiginlega ennþá vetur, stundum er góð tíð, íslitlar ár og góðir dagar - apríl þetta árið var mjög rólegur hjá mér, tvær bryggjuferðir á Sigló var allt og sumt.
Maí getur gefið fallega daga, vorflóðin ekki hafin og spennandi að kíkka í ósableikju eða staðbundin vorurriða eða á bryggjurnar. Þetta árið urðu bryggjunar fyrir valinu.