Jun 10, 2013

Veiðisumarið mitt

Veiðisumarið hjá mér fer yfirleitt frekar rólega af stað. Megnið af veiðinni minni er í júli og ágúst en september svo í 3ja sæti.  Það sætir engum tíðindum enda sníð ég tímabilið að göngum bleikju og vatnafari.

Er lítið að sperra mig í apríl, enda eiginlega ennþá vetur, stundum er góð tíð, íslitlar ár og góðir dagar - apríl þetta árið var mjög rólegur hjá mér, tvær bryggjuferðir á Sigló var allt og sumt.

Maí getur gefið fallega daga, vorflóðin ekki hafin og spennandi að kíkka í ósableikju eða staðbundin vorurriða eða á bryggjurnar.  Þetta árið urðu bryggjunar fyrir valinu.

Júní er jafnan frekar tíðindalítill í veiði hjá mér, oft er virkileg gott veður í júní, jafnvel mikil hlýjindi enda eru árnar í firðinum yfirleitt í flóðum í júní.  Ég dunda mér frekar í garðyrkju og öðru föndri.  Vesenaðist aðeins í Fnjóskár-seiðunum með Flúðaköllum.

En svo kemur Júlí og það er mánuðurinn - þá lækkar í ánum og bleikjan fer að sýna sig, sú stærsta fyrst. Í byrjun mánaðarins í Brunná og Fljótaá og á neðsta svæðinu í Fnjóská,  uppúr tíunda getur svo fréttst af henni á efri svæðum Fnjóskár, í Flókadalsánni og jafvel á neðri svæðum Eyjafjarðarár.  Uppúr tuttugasta ætti hún svo að sjást á flestum svæðum hér nyrðra.  Um mánaðarmótin ætti bleikjan svo að vera komin á flestalla þá staði sem hún á annað borð mætir á það sumarið.

No comments:

Post a Comment