Það setti að mér hroll þegar ég sá um daginn, auglýsinguna um fyrirhugað eldi á norskættuðum laxi í sjókvíum á Eyjafirði, rétt norðan Hörgárósa.
Af því mér varð hugsað til allrar bleikjunnar og sjóbirtingsins sem lúsin í eldinu dræpi. Hún dræpi kannski ekki alla bleikjuna og birtingin en sennilega allt að helming. (Ef marka má norskar rannsóknir)
Og ekki var skárra að sjá fyrir sér þessa 2.400 norsku eldislaxar sem nær örugglega slyppu árlega og syntu í nær- og fjærliggjandi ár. (Norskar rannsóknir!)
Apr 24, 2015
Apr 9, 2015
Umfang og áhrif fyrirhugaðs sjókvíaeldis á norskum laxi á Eyjafirði
Fyrirhugað er umfangsmikið sjókvíaeldi
á norskum laxi á Eyjafirði, rétt norðan Hörgárósa 1. Þar á að setja í kvíar 2,4 milljónir laxaseiða af norskum
stofni og ala í tvö og hálft ár. Af þessum 2,4 milljónum laxa má reikna
með að 2.400 sleppi árlega og syndi í nær- og fjærliggjandi ár. Til samanburðar
var meðalveiðin á laxi í Fnjóska síðustu 10 árin tæpir 500 laxar.
Svæðið sem um ræðir er 3 km langt og
1,2 km breitt, eða um 3,5 ferkílómetrar, það eru rúm 5% af flatar-máli
Eyjafjarðar frá Hjalteyri að ósi Eyjafjarðarár. Það er svæði á stærð við Pollinn frá Leirubrú
og norður í slipp. Frá fyrirhugaðri
staðsetningu eru aðeins 2 km að ósi Hörgár, 6 km að Fnjóská og 15 km að
Eyjafjarðará.
Subscribe to:
Posts (Atom)