Hugmyndir um umfangsmikið sjókvíaeldi
í Eyjafirði hafa verið í umræðunni síðustu misserin. Í flestum tilvikum er um að ræða eldi á
norskættuðum laxi í opnum sjókvíum. Nú eru á teikniborðinu 3 stöðvar með
samtals
14 kvíaþyrpingum.
Laxeldinu fylgir
mjög skætt sníkjudýr; Laxalúsin. Henni
fjölgar gríðarlega við kvíaeldið og þaðan dreifist hún svo á villta
laxfiska. Mjög sterkir sjóbleikjustofnar
hafa lengi einkennt Eyjafjörð, þótt síðustu
ár hafi þeir farið minnkandi. Norskar rannsóknir benda til að laxalús úr
sjókvíaeldi geti valdið allt að 50% afföllum á sjóbleikju og sjóbirtingi. Slíkt
gæti hreinlega reynst banabiti sjóbleikjustofna Eyjafjarðar.
Lepeophtheirus salmonis eða laxalús er algeng í sjó á norðurhveli jarðar. Hún er til staðar í náttúrlegu umhverfi laxfiska en að jafnaði í svo litlum mæli að hún veldur litlum eða engum skaða eða afföllum. Lúsin er sníkjudýr sem sest á lax, urriða og bleikju í sjó og þurfa bæði karlinn og kerlan á hýsli að halda til að ljúka þroskun kynkirtla. Á fiskinum nærir hún sig á húðfrumum, slími og blóði. Lúsin tekur sér stundum „far“ með öðrum fiskitegundum í leit sinni að hentugum laxfiskum. Lúsin tímgast best í fullri seltu og við sjávarhita yfir 10°C en við lægri sjávarhita hægir á vexti. Neðri mörk klaks virðast vera við +2°C en þá er vöxtur og þroski afar hægur og afföll mikil.
Kynslóðahraðinn er talinn vera 60 dagar við 6°C, 36 dagar við 9°C og 28 dagar við 18°C. Hún drepst fljótlega í ferskvatni og þolir illa ísalt vatn. Lúsin er rétt tæpur millimetri að lengd þegar hún sest á fiskinn en þar þroskast hún og stækkar hratt og er orðinn um og yfir 20 mm þegar þroskun eggja er lokið.
Eins og fram kemur í inngangi getur lúsin valdið miklum afföllum á villtum
fiski. Talið er að afföll vegna lúsar á náttúrlegum laxaseiðum og urriða sem
fer um eldissvæði geti verið allt að 50%. Þar til viðbótar getur lúsin hamlað
vexti hans og fæðunámi í sjó, breytt gönguhegðun og ruglað ýmis lífeðlisfræðileg
kerfi fisksins.
Einnig er þekkt að lúsin leggst á bleikju í sjó og jafnvel í meira mæli en
á urriða eða lax. Í sjókvíaeldi er fiskur allan ársins hring og þéttleikinn
jafnan mikill. Þar eru því kjöraðstæður fyrir lús enda magnast þéttleiki hennar
þar gríðarlega. Áhrifa lúsarinnar gætir mest innan 30 km frá kvíum en undan straumi
getur hún borist í allt að 100 km. Lúsin leggst síðan á villtan fisk sem syndir
um útbreiðslusvæðið.
Nauplius (um 0,5 mm). Á þessu sviflæga stigi klekjast eggin út og verða lirfur en taka ekki inn fæðu. Þetta er nokkurs konar útbreiðslufasi þar sem lúsin dreifir sér og getur hún borist yfir 100 km undan sjávarstraumi. Þetta þroskastig getur tekið tíu sólarhringa við 5 gráður og um tvo sólarhringa við 15 gráður. Við mjög lágan sjávarhita virðist þetta stig geta varað í allt að tvo mánuði.
Eyjafjörður
Staða sjóbleikju
Í þessari grein verður fjallað um áhrif laxalúsar frá sjókvíum á
silungsstofna, áform um eldi í Eyjafirði
reifuð og fjallað um stöðu og horfur sjóbleikjunnar í firðinum.
Inngangur
Umhverfisáhrif sjókvíaeldis á norskum laxi hafa mikið verið í umræðunni.
Athyglin hefur beinst mest að erfðablöndun og áhrifum eldislax á villta íslenska
laxastofna. Minni gaumur hefur verið gefinn að áhrifum eldis á sjógengna
silungastofna. Vísbendingar eru þó um að þau áhrif geti verið mjög alvarleg.
Fjölmargar erlendar rannsóknir og úttektir benda til þess að laxalús úr
sjókvíum getið valdið mjög umfangsmiklum afföllum á sjógengnum urriða og
bleikju. Auk þess geti áseta laxalúsar úr sjókvíum valdið breytingum á
sjógöngumynstri silungs á þann hátt að hann styttir sjógöngutímann og reynir að
flýja óværuna í ferskvatn.
Með reglugerð frá
árinu 2004 var eldi frjórra laxfiska í sjókvíum bannað í nágrenni við helstu
laxveiðiár. Enn er það þó heimilt þar sem flestar sjóbleikjuár landsins
eru, þ.e. á Vestfjörðum, Austfjörðum og við Eyjafjörð. Að auki er eldi heimilað
við suðurströndina þar sem sjóbirtingur ræður ríkjum en það svæði er
berskjaldað fyrir opnu úthafi og frekar líklegt að atlantshafsöldur komi í veg
fyrir sjókvíaeldi á þeim slóðum.
Til að átta
sig betur á samhengi hlutanna er rétt að skoða lífsferla laxalúsar og
sjógöngumynstur bleikju, athuga hvernig lús blossar upp og hvaða áhrif hún
hefur á bleikjuna.
Einnig er rétt
að skoða ástand íslenskrar sjóbleikju en stofnar hennar hafa mikið minnkað
síðustu áratugi og er vandséð að hún þoli frekari áföll.
Eyjafjörður er
hér notaður til dæmis en þar eru margar sjóbleikjuár og a.m.k. tvær
framleiðslustöðvar á norskum laxi eru þar fyrirhugaðar.
Laxalúsin
Lepeophtheirus salmonis eða laxalús er algeng í sjó á norðurhveli jarðar. Hún er til staðar í náttúrlegu umhverfi laxfiska en að jafnaði í svo litlum mæli að hún veldur litlum eða engum skaða eða afföllum. Lúsin er sníkjudýr sem sest á lax, urriða og bleikju í sjó og þurfa bæði karlinn og kerlan á hýsli að halda til að ljúka þroskun kynkirtla. Á fiskinum nærir hún sig á húðfrumum, slími og blóði. Lúsin tekur sér stundum „far“ með öðrum fiskitegundum í leit sinni að hentugum laxfiskum. Lúsin tímgast best í fullri seltu og við sjávarhita yfir 10°C en við lægri sjávarhita hægir á vexti. Neðri mörk klaks virðast vera við +2°C en þá er vöxtur og þroski afar hægur og afföll mikil.
Kynslóðahraðinn er talinn vera 60 dagar við 6°C, 36 dagar við 9°C og 28 dagar við 18°C. Hún drepst fljótlega í ferskvatni og þolir illa ísalt vatn. Lúsin er rétt tæpur millimetri að lengd þegar hún sest á fiskinn en þar þroskast hún og stækkar hratt og er orðinn um og yfir 20 mm þegar þroskun eggja er lokið.
Lífsferill lúsarinnar frá
eggi til fullorðins dýrs skiptist í fimm stig og gengur hann yfir á 30 dögum
við hentugar aðstæður:
Nauplius (um 0,5 mm). Á þessu sviflæga stigi klekjast eggin út og verða lirfur en taka ekki inn fæðu. Þetta er nokkurs konar útbreiðslufasi þar sem lúsin dreifir sér og getur hún borist yfir 100 km undan sjávarstraumi. Þetta þroskastig getur tekið tíu sólarhringa við 5 gráður og um tvo sólarhringa við 15 gráður. Við mjög lágan sjávarhita virðist þetta stig geta varað í allt að tvo mánuði.
Copepodid (um 0,7 mm). Á þessu stigi leitar lúsin sér að
hýsli og reynir að festa sig við hann oft
á ugga eða tálkn. Stigið varir í 2–14 daga.
Chalimus (um 1–2 mm). Þetta er fyrsta stig lúsarinnar eftir að hún hefur komið sér fyrir á hýsli. Þarna hefst sníkjulífið og undirbúningur kynþroska.
Preadult (um 3,5 mm). Nú getur lúsin fært sig til á fiski til að komast í bestu aðstöðuna. Hún getur jafnvel flutt sig á milli fiska.
Adult (5–20 mm). Lúsin nærist áfram á fiskinum og nú eru kynkirtlar að ljúka þroska. Það er sennilega á þessu stigi sem lúsin veldur mestum skaða á hýslinum – þ.e.s. fiskinum.
Chalimus (um 1–2 mm). Þetta er fyrsta stig lúsarinnar eftir að hún hefur komið sér fyrir á hýsli. Þarna hefst sníkjulífið og undirbúningur kynþroska.
Preadult (um 3,5 mm). Nú getur lúsin fært sig til á fiski til að komast í bestu aðstöðuna. Hún getur jafnvel flutt sig á milli fiska.
Adult (5–20 mm). Lúsin nærist áfram á fiskinum og nú eru kynkirtlar að ljúka þroska. Það er sennilega á þessu stigi sem lúsin veldur mestum skaða á hýslinum – þ.e.s. fiskinum.
Lúsin getur
fært sig til á fiski eins og á 4. stiginu og jafnvel flutt sig á milli fiska. Nú
hefur kvenlúsin myndað langa eggjastrengi. Að lokum hrygnir hún og losar eggin
í sjóinn.
Stangveiðimenn
tala oft um halalús og sé það merki þess að fiskur sé nýgenginn í ferskvatn. Þessi
hali eru fullþroskaðir eggjastrengir kvenlúsar.
Hann segir þó ekki til um hversu lengi fiskurinn hefur verið í
ferskvatni.
Halalaus lús getur þannig verið
karldýr eða kvendýr með óþroskaða eggjastrengi.
Gönguhegðun
bleikju
Sjóganga eru ætisgöngur á beitarsvæði en þá
gengur bleikjan til sjávar eða á ósasvæði vegna fæðuöflunar þar sem hún getur
tvöfaldað þyngd sína á skömmum tíma. Í aðdraganda sjógöngu fer bleikjan í
sjógöngubúning, ekki ósvipað laxinum, þótt ummerki séu heldur ógreinilegri. Hún
getur gengið til sjávar á tímabilinu apríl til júlí. Smár fiskur og seiði halda
sig oft í ísöltu vatni en stærri bleikja getur gengið beint í fulla seltu og
gildir að seltuþol aukist í hlutfalli við stærð. Bleikjan getur gengið 2–3
sinnum til sjávar áður en kynþroska er náð.
Í sjó gengur bleikjan jafnan með ströndum og virðist ekki
fara langt frá heimaánni. Dæmi eru þó um að sjóganga getur verið allt að 50 km. frá ósi uppeldisár. Bleikjan getur dvalið í sjó í fullri seltu í 6–8 vikur en
heldur þá aftur upp í ferskvatn. Stjórnkerfi fisksins gegn seltustyrk virka
ekki við lágt hitastig og gengur því bleikjan jafnan í ferskvatn á haustin. Þó
eru einhver dæmi um að seiði og geldfiskur hafi vetursetu í ísöltum sjávarlónum
þar sem sjór er hlýr yfir vetrartímann (4–6°C) en hugsanlega fylgir hún þar sjávarföllum og heldur til í ferskvatnshlutanum.
Göngur bleikju geta verið mjög flóknar og eru mörkin milli
sjógöngustofna og staðbundinna ekki alltaf alveg skýr. Hluti fisks í vatnakerfi
getur farið í fæðugöngur til ísaltra ósasvæða eða sjávarlóna en annar hluti
gengið í fulla seltu. Fæða bleikju í sjó er líklega mest krabbadýr ýmiss konar,
s.s. marflær, smáfiskur eins og sandsíli og jafnvel burstaormar.
Ferskvatnsgöngur eru göngur úr sjó eða ísöltum svæðum í
ferskvatn, oftast til hrygningar en einnig getur verið um geldfisk að ræða.
Kynþroska bleikja gengur að jafnaði fyrst í ár um miðbik júlímánaðar (frá lokum
júní og fram í ágúst), fyrst þær stærstu og síðan koll af kolli. Geldbleikja
sem er nokkru smærri kemur síðust, jafnvel seint í september.
Merkingar
benda til að kynþroska bleikjur gangi undantekningalítið í heimaána til
hrygningar en geldbleikja á það til að hafa vetursetu í öðrum vatnakerfum.
Bleikja getur farið langar leiðir til hrygningar. Gott dæmi um það er að áður
en gönguleið bleikju í Blöndu var rofin með Blönduvirkjun gekk bleikjan til
hrygningar í Seyðisá um 100 km frá sjó og í 500 metra hæð yfir sjávarmáli.
Laxalús og
áhrif á sjógenginn silung (bleikju)
Laxalús er til
staðar í náttúrlegu umhverfi laxfiska en í svo litlum mæli að hún veldur litlum
eða engum afföllum. Lúsin er sníkjudýr og þarf á hýsli að halda til að ljúka þroskun
eggja. Á fiskinum nærir hún sig á húðfrumum, slími og blóði.
Sambýli laxalúsar
við lax er vel þekkt og ítarlega rannsakað. Áhrif laxalúsar úr sjókvíaeldi á
villtan lax teljast ótvíræð og mikil enda verið rannsökuð í þaula. Smit
laxalúsar í villta sjóbirtingsstofna hefur verið nokkuð rannsakað á
Bretlandseyjum og í Noregi og gerð grein fyrir því í fjölmörgum vísindagreinum.
Allt ber hér að sama brunni og áður sagði: Lúsin getið valdið miklum afföllum á
villtum fiski (allt að 50%), hamlað vexti hans og fæðunámi í sjó, breytt
gönguhegðun og ruglað ýmis lífeðlisfræðileg kerfi fisksins.
Áhrif
laxalúsar úr sjókvíum á sjóbleikju hefur hins vegar minna verið skoðuð og lítið
um þau fjallað. Þó eru til nokkrar rannsóknir frá norðurhluta Noregs á svæðum
þar sem umhverfisaðstæður (sjávarhiti og selta) eru líkar því sem eru við
Eyjafjörð og jafnvel Ísafjarðardjúp.
Í tveimur
rannsóknum voru borin saman beitarsvæði bleikju í sjó sem voru annars vegar í 6
og 16 kílómetra fjarlægð frá sjókvíum og hins vegar í 60 og 120 kílómetra
fjarlægð. Í þessum rannsóknum kom fram að áhrif sjókvíaeldis voru ótvíræð á
smit laxalúsar í sjógöngustofna bleikju. Áhrif þess komu síðan fram með ýmsum
hætti;
·
Margfalt
meira magn laxalúsar mældist á bleikju á áhrifasvæðum eldis en utan þess. Sá
munur hélst allt frá júníbyrjun til ágústloka og var á öllum þroskastigum
lúsarinnar.
·
Afföll
á mjög lússettri bleikju voru allt að 50% og virtust áhrifin vera mest á
smábleikju sem var í fyrstu sjógöngu sinni og síðan aftur á stærsta
hrygningarfiskinn.
·
Breyting
á sjógöngumynstri bleikjunnar kom fram þannig að hluti bleikjunnar á
áhrifasvæðinu stytti sjógönguna og flúði úr sjónum og heim í ferskvatn,
sennilega til að losa sig við óværuna.
·
Áhrif
á hrygningu komu einnig fram þannig að mun lægra hlutfall fisks þroskaði
kynkirtla og því hryngdu færri fiskar.
·
Við
ferskvatnsgöngu bar nokkuð á sveppasýkingum í sárum eftir lús og leiddu þær
jafnvel til affalla.
·
Auk
þessa mældust ýmsar lífeðlisfræðilegar breytingar á bleikjunni, s.s. vandræði
með seltustjórnun (osmósa) og umtalsverð aukning í stresshormóninu cortisol.
Það er því
yfir allan vara hafið að laxalús úr sjókvíaeldi getur valdið umtalsverðum
hremmingum hjá sjóbleikju, s.s. miklum afföllum, breyttu sjógöngumynstri og
minni hrygningu.
Við Eyjafjörð
eru fjölmargar ár en flestar eru þær dragár með upptök í snjóþungu fjallendi
umhverfis Eyjafjörð. Árnar eiga það sameiginlegt að vera nokkuð kaldar og
frekar ófrjósamar með miklum rennslissveiflum. Stærstar eru Eyjafjarðará,
Hörgá, Fnjóská og Svarfaðardalsá sem eru allar þekktar fyrir margar og stórar
sjóbleikjur. Heldur minni eru síðan Ólafsfjarðará, Héðinsfjarðará, Þorvaldsdalsá og Hólsá. Í öllum þessum ám er
að finna sjálfbæra og nokkuð merkilega bleikjustofna og í flestum þeirra eru
einnig sjóbirtingsstofnar. Í Fnjóská er auk þess forn laxastofn. Væntanlega
hafa þessir stofnar komið sér fyrir í þessum ám eftir að ísöld lauk eða fyrir
um 10.000 árum. Mjög vinsælt er að veiða í þessum ám, bæði meðal heimamanna og
hin síðari ár hefur fjöldi aðkominna stangveiðimanna mjög aukist.
Samtals eru nú
í boði tæplega 9.000 stangardagar í firðinum.
Nú hafa þrjú fyrirtæki sett af stað ferli til
að hefja eldi á norskum laxi í sjókvíum á Eyjafirði.
Ein stöðin er
fyrirhuguð sunnan við Hjalteyri en þar stendur til að framleiða 8.000 tonn af norskum
laxi á ári. Ætluð staðsetning
stöðvarinnar fellur saman við líklegt beitarsvæði sjóbleikjunnar úr
Eyjafjarðará og Hörgá. Er henni ætlaður
staður i aðeins 2ja kílómetra fjarlægð frá Hörgá, 6 km fjarlægð frá Fnjóská og 15 km frá ósum
Eyjafjarðará.
Fyrirhuguð eldisstæði í Eyjafirði |
Utar í
firðinum, úti við Látraströnd að austan og Upsaströnd að vestan, eru síðan fyrirhugaðar
fimm kvíaþyrpingar. Þar er stefnt að því að framleiða 10.000 tonn af norskum eldislaxi
á ári. Þessar þyrpingar eru í innan við 10 km fjarlægð frá Fnjóská,
Svarfaðardalsá og Ólafsfjarðará. Frá kvíunum yrðu ekki nema 20 km í
Héðinsfjarðará til vesturs og sama gildir um Fjarðará í Hvalvatnsfirði í austur
og örlitlu austar er svo Dalsá. Rétt er að hafa í huga að sjávarstraumar fyrir
Norðurlandi eru í austurátt þannig að straumur er inn Eyjafjörð að vestanverðu
en út fjörðinn að austan.
Þriðja stöðin,
með um 20.000 tonna framleiðslugetu, er
svo fyrirhuguð með sex kvíaþyrpingar við innanverðan Eyjafjörð; að vestanverðu
við Dagverðareyri, Skjaldarvík og Hjalteyri og austanverðu við Hraná, Ystuvík
og Sunnan Svalbarðseyrar. Öll þessi stæði eru á velþekkt bleikju og
sjóbirtingssvæði, þ.e. silungurinn fer
í fæðugöngur á þessi svæði.
Það er ágætt
að hafa í huga að útbreiðslusvæði laxalúsar frá sjókvíaeldi á laxi getur verið um
100 km fjarlægð frá kvíum undan straumi.
Þess vegna gæti áhrifanna einnig gætt inn á Skjálfandaflóa en þar eiga
ós í sjó laxveiðiárnar Skjálfandafljót og Laxá í Aðaldal í aðeins um 50 km
fjarlægð frá fyrirhuguðu eldissvæði.
Sjávarhiti í
Eyjafirði hefur farið hækkandi síðustu áratugina. T.d. hækkaði meðahitinn í júní frá árunum 1987-1996
(7,5°C) til 2007-2016 (9,5°C) um heilar tvær gráður. Það er talsvert. Meðahiti
mánaðanna frá júní til september er nú kominn yfir 8°C. Það þýðir að laxalúsin gæti gefið af sér 2-3
kynslóðir yfir sumarið. Það eru með
öðrum orðum komnar kjörastæður fyrir lúsina.
Við Eyjafjörð
eru fjölmargar af helstu sjóbleikjuám landsins. Stærri árnar, Eyjafjarðará,
Hörgá, Fnjóská og Svarfaðardalsá, eru allar þekktar fyrir margar og stórar
sjóbleikjur. Hin síðari ár hefur bleikjuveiðin í þeim verið á niðurleið en
sjóbirtingsveiði aukist í staðinn. Í Eyjafjarðará má segja að bleikjustofninn
hafi nánast hrunið árin 1997 til 2007. Veiðin fór þá úr 3.500 niður í aðeins um
500 veiddar bleikjur.
Líklegt er að
veiðitölur endurspegli stofnstærð nokkuð vel og má því segja að stofnstærð
bleikju á svæðinu sé á niðurleið. Ýmsar kenningar eru á lofti um þessar
stofnstærðarbreytingar en sennilega ráða breyttar umhverfisaðstæður mestu þar
um, vetur hafa styst og sjávarhiti hækkað. Á mælistöð Hafró á Hjalteyri var
meðalsjávarhiti áranna 1987–1996 4,8°C en 6,0°C árin 2007–2016 , þ.e. hitastigið
hafði hækkað um 1,2°C eða um 25%. Sjóbleikjan í smærri ánum, Ólafsfjarðará,
Héðinsfjarðará og Þorvaldsdalsá, virðist hafa haldið betur velli þótt miklar
sveiflur hafi reyndar verið í veiðinni.
Í flestum ám
fjarðarins hefur verið brugðist við fækkandi bleikju með ýmsum
veiðitakmörkunum, s.s. kvótasetningu, netaveiðibanni og takmörkunum eða banni á
stangveiðum á þekktum hrygningarsvæðum. Þrátt fyrir ýmsar mótvægisaðgerðir eru
lítil batamerki að sjá á bleikjustofnunum.
Nái áform um sjókvíaeldi í Eyjafirði að ganga eftir er nokkuð ljóst að það mun hafa gríðarleg áhrif á sjóbleikjustofnana á svæðinu. Sjávarhiti í firðinum hefur hækkað í allt að kjöraðstæður fyrir laxalúsina. Lús úr sjókvíunum mun því geta blómstrað með tilheyrandi afföllum á sjóbleikju og reyndar sjóbirting líka. Um 50% afföll á sjóbleikju í nágrenni við sjókvíar voru mæld í norskum rannsóknum við umhverfisaðstæður svipaðar þeim sem eru í Eyjafirði.
Nái áform um sjókvíaeldi í Eyjafirði að ganga eftir er nokkuð ljóst að það mun hafa gríðarleg áhrif á sjóbleikjustofnana á svæðinu. Sjávarhiti í firðinum hefur hækkað í allt að kjöraðstæður fyrir laxalúsina. Lús úr sjókvíunum mun því geta blómstrað með tilheyrandi afföllum á sjóbleikju og reyndar sjóbirting líka. Um 50% afföll á sjóbleikju í nágrenni við sjókvíar voru mæld í norskum rannsóknum við umhverfisaðstæður svipaðar þeim sem eru í Eyjafirði.
Afleiðingin af
sjókvíeldi á norskum laxi í Eyjafirði gæti því farið langt með að ríða sjóbleikjustofnum
á svæðinu að fullu.
Akureyri, 17. Maí 2020
Erlendur Steinar Friðriksson
Sjávarútvegsfræðingur og fiskifræðingur hjá fiskirannsóknir.is
No comments:
Post a Comment