Kíkkaði í Fnjóská í dag, áin var í c.a. 60m3, sumir staðir ekki spennandi, en aðrir þeim mun laglegri.
Fór á svæði 4 fyrir hádegi, byrjaði í Lygnu, heldur mikið vatn þar, svo á Lækjarbreiðu sem var mjög lagleg í þessu vatni - klárlega gæti bleikja lagst þar, amk biðu þar tveir bleikjuhængar sem nenntu ekki til sjávar þetta árið og létu glépjast af bleikum nobbler. Fór svo í Systrahvamm, veiddi bara fyrir ofan brú. Mér leiðist sá staður -stundum er kaffið gott í sjoppunni:). Endaði svo í Nesbugðunni, sem lúkkaði alveg frábærlega niður undir girðingu, seiðin í tjörninni lágu alveg við útfallið - sá samt ekki hvort þau voru að smolta.
Fór svo á svæði 2 eftir kvöldmat, byrjaði í vikinu fyrir ofan Végeirsstaðaklifið, þetta er akkúrat vatnsmagnið fyrir það, var alveg pottþéttur á að fá bleikju þar, en varð ekkert var. Klifið sjálft var eiginlega óveiðandi. Tók svo Sandinn, efst hjá grjótunum, þar sem bílastæðið var, hrikaleg flott í þessu vatni en varð ekkert var við lax fékk tvo smáurriða. Veit ekki alveg með þennan nýja veg....
Skoðaði svo útaf grjótgarðinum milli Sands og Ferjupolls - þar sem nýji slóðinn liggur, nokkuð laglegt en varla laxastaður og allsekki í minna vatni. Svo var það Ferjupollurinn - alltaf jafnfallegur, en ekkert líf.