Jul 5, 2012

2012_10_FnjóskáV

Snemma á fimmtudagsmorgni, enn einn blíðviðrisdagurinn að renna upp, ég á leiðinni á upphaldsveiðisvæðið mitt í öllum heiminum.  Fjörðurinn friðsamur og fagur, blár útí buskann, undir Vaðlaheiðinni dimmur og dullarfullur,  Kaldbakurinn skemmtilega fannhvítur og fjarlægur...semsagt allt er æðislegt og frábært.

Ég hef nokkur síðustu farið FnjóskáV í kringum 5 júli, sjaldnast fengið neitt svo snemma, enda veit ég að bleikjan mætir ekki fyrr en eftir 10.  Samt reyni ég alltaf aftur og aftur og alltaf er jafnfrábært að fá ekki neitt og hlakka til að mæta aftur eftir 10. og finna fyrstu bleikjurnar.