Kikkaði á svæði 3 í Eyjafjarðará part úr kvöldvakt. Fór á tvo staði, fyrst á nýju breiðuna fyrir neðan Nesbreiðu, varð ekkert var. Fór svo á Helgastaðabreiðuna, sem er einn alfallegasti veiðistaðurinn í firðinum. Myndin af staðnum er ekki er ekki alveg nógu góð. Náði í eina bleikju 45 cm og einn urriða 38 cm. Setti í fleiri fiska þarna, en náði þeim ekki á land. Ég held að það sé alltaf fiskur þarna...