Jul 3, 2012

2012_8 Hólsá

Brá mér í ósinn á Hólsánni órskamma stund.  Aðallega til að prófa nýju myndavélina mína, en auðvitað vonaðist ég samt eftir fiski.  Heldur snemmt en maður veit samt aldrei.  Reyndar hefur mér ekki gengið sérstaklega vel í ósnum - og á því varð ekki breyting.  Hólsáin heitir líka Fjarðará, líkt og 50 aðrar ár sem í fjarðarbotnum eru.  Á síðunni snokur.is er búið að taka örnefni í Siglufirði, meðal annars á nokkrum veiðistöðum í ánni.

Áin, eða lífríki hennar er allmerkilegt, um áratuga skeið hefur verið nýðst á henni með malartekju og raski, byggð stífla, ósnum breytt, skíturinn frá hesthúsunum rennur beint útí á, hliðarár hennar aftengdar með ófiskgengum ræsum og veiði ekki stýrt á nokkurn hátt.  Ég hef séð 5 manns vera að berja á sama hylnum þar sem reyndar enginn þeirra fékk neitt.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að útrýma bleikjustofninu þarna veiðist árlega talsvert magn af bleikju.  Það er er eiginlega hægt að segja að bleikjustofninn þarna sé ódrepandi.




hérna eru nokkar myndir af þessum fallega bæ





Nú ætlar Golfklúbbur Siglufjarðar að taka svæðið að sér og gera þarna golfvöll,  það þýðir væntanlega að malartekju og rask á svæðinu mun heyra sögunni til. Verkefnið er unnið m.a. í samvinnu við Stangveiðifélag Siglufjarðar og Veiðimálastofnun.