Jul 6, 2012

Héðinsfjörðurinn

er aðgengilegri eftir að göngin komu. Margir telja að áin verði ofveidd, aukin sókn og aukin veiðiþjófnaður.  Ég held þvert á móti að nú verði betur tekið á málum þarna.  Ógnin er og verður veiðiþjófnaður í sjónum;  sá, þessi og hinn virðist líta á það sem köllun sína að veiða lax og silung í net í sjó...

Allt um það, Héðinsfjörðurinn er fallegur, áin er nett, 2-3 m3 og nokkuð skemmtileg veiðiá, hentar ágætlega fyrir flotlínu og #3-#5.  Oft veiðist ágætlega þarna og bleikjan er nokkuð væn, eða í kringum um 45 cm að jafnaði.