Síðasta vika veiðiskólans fer nú í hönd. Þátttakan er talsvert minni en í fyrra, hvað veldur? Kannski er markaður mettaður og allir fullnuma... ég held varla. Kannski vantaði einn frægan í kennararhópinn, PG var auglýstur sérstaklega í fyrra og sópaði að sér fólki. Kannski hefði þurft að auglýsa betur eða öðruvísi, helsti munurinn er að í fyrra fengum við umfjöllum í sjónvarpi allra landsmanna - n4.is. eníveis, eftir þessa viku verður hlé á skólanum og svo bjóðum við aftur uppá námskeiði í lok ágúst og byrjun september. Hérna má lesa um veiðiskólann og hér neðar eru nokkrar myndir...