Jun 28, 2012

2012_7 Jurassic Lake

Í heilt ár hef ég hlustað á öfgaveiðisögur félaganna af Jurassic Lake.  Vænar bleikjur í massavís, ofurtökuglaðar,  kryddað með risaurriðum.  Hljómar frekar draumkennt - en þegar ég fór að sjá myndir af veiðinni fór ég að leggja við hlustir. Renndi svo austur í liðinni viku og kíkkaði á málið.  Jurrassic Lake er Skjálftavatn í Kelduhverfi sem Litla rennur úr.  Vatnið er á gosbeltinu á miðjum atlantshafshryggnum, sama beltið og t.d. Þingvallavatn liggur á.  Vatnið myndaðist í sjálftahrinu á 8. áratugnum við landsig, en var uppgræðslusandur landgræðslunnar.
Vatnið prýðir flest það sem frjósamt veiðivatn þarf, það er grunnt og því er allt botnsvæði þess ljóstillífandi,  það er á gosbeltinu og því steinefnaríkt, í því eru bæði kaldar og heitar lindir og því getur fiskur leitað í kaldar lindir í miklum hitum en í heitar lindir í miklum kuldum.  Sennilega er þetta fullkomnasta veiðivatn Íslands.
Við vorum 3 sem fórum til veiða, ein morgunavakt gaf 15 bleikjur 50-63 cm. og ein kvöldvakt gaf 7 urriða, 60-72 cm.  Lengdin segir þó ekki nema hálfa söguna því fiskurinn þarna er ótrúlega vel haldinn.