Aug 23, 2012

Laxveiðin og Fnjóská

Þetta sumarið er veiði í flestum laxveiðiám með lakara móti.
það voraði snemma, a.m.k. hér nyrðra, laxinn mætti snemma og allt leit afskaplega vel út.  Framan af sumri var því veiðin í góðu meðallagi, en þá dundu ósköpin yfir.  Smálaxinn skilaði sér ekki......
Í Fnjóská hafa síðustu 4 vikur verið þær lökustu en sæmbærilegar vikur frá og með 2006.
Skipting veiðinnar á milli svæða er miklu jafnari en oft áður, enda hefur vatn verið með minnsta móti í Fnjóskánni í allt sumar.  Svæði 4 hefur verið sterkt inn upp á síðkastið.

Af 68 merktum veiðistöðum í ánni hefur verið skráð veiði á 40 staði í sumar.  þar af eru 9 staðir með 53% veiðinnar.