Á meðan veiðimenn á eyju í norðanverðu Atlantshafi ylja sér við minningar frá síðasta sumri og láta sig dreyma um það næsta, eru veiðimenn á eyju í sunnanverðu Kyrrahafi með stangirnar sínar kengbognar.
Downunder, hinum megin á hnettinum, í speglaðri árstíð, með sólína hæst á lofti í norðri og öfugan Coriolis-snúning, eru menn að veiðum núna. Þar veiða menn sama fiskinn, með svipuðum aðferðum og við sem erum hérna réttumegin. Urriði er þarna í öllum ám og vötnum, veiddur á þurrflugur, strímera og púpur - Kiwi Nymphing kalla þeir það, ekki ósvipað Czech Nymphing.
Sem auðvitað er ekkert annað Eyfirskt upstrím, fundið upp í Eyjafjarðará, á velmegunarárum hennar, þróað þar linnulaust þar til menn voru nokkuð vissir um að ekkert væri eftir af hrygningarstofni árinnar - en það er önnur saga.
Mér þótti áhugvert að lesa þetta blogg því að hluta eru sömu breytur í gangi þar einsog hér..
Hér eru svo nokkrar slóðir fyrir áhugasama:
http://www.nzfishing.com/
http://www.southerntrout.co.nz/
http://vefir.pressan.is/timansras/2011/03/08/138/
http://en.wikipedia.org/wiki/New_Zealand
No comments:
Post a Comment