Mar 20, 2013
Efnahagsleg áhrif stangveiða
Ársfundur Veiðimálastofnunar er í dag. Í ársskýrslunni metur Sigurður forstjóri veltu stangveiða á 20 milljarða, þar af renni til veiðiréttarhafa á annan milljarð. Þetta hefur mér vitanlega ekki verið reiknað út síðan 2004 - tölur forstjórans eru því sennilega framreikningur miðað við verðlagsbreytingar. Gríðarmargt hefur breytzt síðan 2004 - mikil aukning hefur verið í silungssókn, innlendinga og útlendinga og verð veiðileyfa hefur hækkað langt umfram verðlagsþróun. Kæmi mér ekki á óvart þótt virðisaukningin hefði verið langt umfram verðlagsþróun. Það er full ástæða til að taka svona skýrslu saman aftur.
Sigurður segir einnig: "Nýting veiðihlunninda er því ein af stærstu búgreinum landsins og afar mikilvæg fyrir búsetu víða í sveitum landsins" ..
Mar 18, 2013
Veiðitölur fyrir nerði...gagnvirk grafík
Síðustu árin hefur rafræn veiðibók verið í þróun hjá okkur Ingvari Karli, í samstarfi við SVAK, Flúðir og veiðifélög Hörgár og Svarfaðardalsár. Ég held verkefnið hafi gengið alveg ágætlega og flestir séu nokkuð sáttir. Nú er komið að því að okkur langar að bjóða uppá gagnvirka grafíska framsetningu gagnanna - hér neðar má sjá eitt dæmi um hvernig slíkt gæti litið út. Það væri gaman að frétta af því hvernig fólki gengur að fikta í þessu - og/eða fá hugmyndir um fleiri fídusa sem menn vilja sjá.
Endilega sendið mér línu eða setjið skilaboð hér fyrir neðan.
Endilega sendið mér línu eða setjið skilaboð hér fyrir neðan.
Mar 14, 2013
Laxeldi í sjó #3
Samt sluppu alltað 700.000 laxar þegar óveðrið Berit gekk yfir Noreg haustið 2011 (sjá hér).
Og hvað með það þótt lax sleppi úr kvíum?
Eldisfiskur eru erfðafræðilega frábrugðnir þeim villta.
Annar landfræðilegur uppruni, minni erfðabreytileiki, óbeint eða beint val og genaflökt.
Eldisfiskur og villtur fiskur geta samt átt afkvæmi saman!
1/3 laxfiska sem ganga upp í ár í Noregi er eldisfiskur. Sumstaðar er hlutfallið 80%.
Villtir stofnar útdauðir í 27% áa í heiminum. Í útrýmingarhættu í mörgum öðrum ám.
Villtir stofnar á Íslandi standa þokkalega - viljum við sjá sömu þróun á Íslandi?
Mar 13, 2013
Laxeldi í sjó #2
Það er sorglegt að horfa uppá hversu gagnrýnilausa umfjöllun hugmyndir um laxeldi fá í íslenskum fjölmiðlum. Kranablaðamaðurinn Kristján Már Unnarsson fer þar fremstur í flokki - þessi grímulausa áróðursklippa er gott dæmi um afar lélega fréttamennsku. Þar segir fiskeldismógull að reglur um fiskeldi á Íslandi séu fráhrindandi og kvartar:
"þeir sem skrifuðu þessar reglur hafa alla vega ekki spurt okkur í Noregi hvernig ætti að gera það.."
Já - oki... - skoðum aðeins hvaða reglur gilda á Íslandi. Og svo má skoða leyfið hans hér - sem er hérumbil skilmálalaust...
"þeir sem skrifuðu þessar reglur hafa alla vega ekki spurt okkur í Noregi hvernig ætti að gera það.."
Já - oki... - skoðum aðeins hvaða reglur gilda á Íslandi. Og svo má skoða leyfið hans hér - sem er hérumbil skilmálalaust...
Mar 12, 2013
Mar 1, 2013
Glerá
Subscribe to:
Posts (Atom)