Hugmyndir um umfangsmikið sjókvíaeldi
í Eyjafirði hafa verið í umræðunni síðustu misserin. Í flestum tilvikum er um að ræða eldi á
norskættuðum laxi í opnum sjókvíum. Nú eru á teikniborðinu 3 stöðvar með
samtals
14 kvíaþyrpingum.
Laxeldinu fylgir
mjög skætt sníkjudýr; Laxalúsin. Henni
fjölgar gríðarlega við kvíaeldið og þaðan dreifist hún svo á villta
laxfiska. Mjög sterkir sjóbleikjustofnar
hafa lengi einkennt Eyjafjörð, þótt síðustu
ár hafi þeir farið minnkandi. Norskar rannsóknir benda til að laxalús úr
sjókvíaeldi geti valdið allt að 50% afföllum á sjóbleikju og sjóbirtingi. Slíkt
gæti hreinlega reynst banabiti sjóbleikjustofna Eyjafjarðar.
Í þessari grein verður fjallað um áhrif laxalúsar frá sjókvíum á
silungsstofna, áform um eldi í Eyjafirði
reifuð og fjallað um stöðu og horfur sjóbleikjunnar í firðinum.