Stjórnsýslan kýtir við verktaka um verndum áttræðrar grjóthleðslu, en ypptir öxlum yfir örlögum 11.000 ára gamallra náttúrlegra fiskistofna - ferskvatnsfiskunum sem þó eru frumbyggjar þessa lands.
Eldi á sjö milljón fiskum af framandi stofnum í sjókvíum fær grænt ljós í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum. Skýrslu sem er unnin af teiknistofu, þar sem einu starfsmennirnir eru landslagsarkítekt og jarðfræðingur... (það kemur reyndar ekki fram hver vann þessa skýrslu)
Frestur til að gera athugasemdir við græna ljósið er til 2. des.
Landssamband Stangveiðifélaganna er með aðalfund í kvöld - vonandi verður þar samþykkt aðgerðaáætlun til verndar íslenskum ferskvatnsfiskum. Fátt annað er í stöðunni en að Landsambandið ráði sér starfsmann til að vinna í þessu brýna hagsmunamáli. Og nú þarf að vinna hratt.
Oct 30, 2015
Jun 4, 2015
Vatnsmikið veiðisumar..?

Ekki man ég hvernig vatnabúskapurinn 2014 var sv-lands en hér nyrðra var leysing fram í ágúst. Það bitnaði á veiðinni.
Til að spá fyrir um vatnasumarið 2015 náði ég mér í kort sem sýnir mismun á snjómagni í byrjun maí á milli áranna 2015 og 2014.
Apr 24, 2015
Hrollvekjandi hugmyndir

Af því mér varð hugsað til allrar bleikjunnar og sjóbirtingsins sem lúsin í eldinu dræpi. Hún dræpi kannski ekki alla bleikjuna og birtingin en sennilega allt að helming. (Ef marka má norskar rannsóknir)
Og ekki var skárra að sjá fyrir sér þessa 2.400 norsku eldislaxar sem nær örugglega slyppu árlega og syntu í nær- og fjærliggjandi ár. (Norskar rannsóknir!)
Apr 9, 2015
Umfang og áhrif fyrirhugaðs sjókvíaeldis á norskum laxi á Eyjafirði

Svæðið sem um ræðir er 3 km langt og
1,2 km breitt, eða um 3,5 ferkílómetrar, það eru rúm 5% af flatar-máli
Eyjafjarðar frá Hjalteyri að ósi Eyjafjarðarár. Það er svæði á stærð við Pollinn frá Leirubrú
og norður í slipp. Frá fyrirhugaðri
staðsetningu eru aðeins 2 km að ósi Hörgár, 6 km að Fnjóská og 15 km að
Eyjafjarðará.
Mar 19, 2015
Eyjafjarðará í mars
Unaðslegt.
Hlakka til...
Erindið var annars að huga að hentugri staðsetningu fyrir fiskiteljara sem setja á í ánna. Staðsetningin ræðst af stórum hluta af markmiðinu með teljara. Brýnast er að meta veiðiálag á bleikju - meðan það er ekki þekkt og stofninn (líklega) í lágmarki er erfitt að réttlæta afföll á bleikju vegna veiða.
Mar 1, 2015
Vér mótmælum sjókvíeldi á norskum laxi við Ísland..

Framsögumenn á fundinum voru þeir Orri Vigfússon, formaður NASF og Jón Helgi Björnsson formaður Veiðifélags Laxár í Aðaldal.
Feb 10, 2015
Um stangveiðar hér og þar....
Á ýmsum ferskvatns- og strandsvæðum hafa stangveiðar tekið nytjaveiðar yfir og eru stangveiðar nú orðnar aðal ástæða veiðidauða hjá mörgum tegundum sem eru eða voru nytjastofnar.
Stangveiðar eru mikilvæg afþreying fyrir fólk víða um heim og haga gríðarlega víðtæk efnahagsleg áhrif, bæði svæðisbundin og á landsvísu. Gott aðgengi að stangveiði er hluti af búsetutengdum lífsgæðum, rétt einsog aðgengi að skíðasvæði eða sundlaug, góðum samgöngum, menntun og heilbrigðisþjónustu...!
Meira um þetta hér neðar....
Dec 4, 2014
Eyjafjarðará 2014
Mynd 1 / Fyrsta svæði í Eyjafjarðará |
Urriðaveiðin var hinsvegar yfir meðaltali en hefur þó ekki verið lægri síðan 2007 og 2008. Tíðindið eru kannski að aftur veiðist meira bleikju en urriða. Þannig hefur það hefur reyndar verið alla tíð, ef frá eru talin árin 2012 og 2013.
Nov 26, 2014
Áttu bleikju í frystinum?
Áttu nokkuð bleikju í frystinum?
Ef svo er þá langar mig að biðja þig um smá aðstoð.
Þannig er að til rannsókna vantar mig talsvert af bleikjusýnum, helst bleikjuhausum.
Þannig er að til rannsókna vantar mig talsvert af bleikjusýnum, helst bleikjuhausum.
Ef þú átt bleikju og ert til í að aðstoða mig, hafðu þá endilega samband, ég mæti á svæðið og tek sýnið. Það þarf ekki að afþíða fiskinn - við tökum hann bara úr frystinum í fimm mínútur og ég tek sýnið.
Ég get ekkert greitt fyrir aðstoðina, framlag til vísinda og einlægt þakklæti verða að duga:)
May 19, 2014
Veiða og sleppa á bleikju
Ritgerðin mín loksins fullgerð - hér er hún í fullri lengd (pdf) fyrir áhugasama og aðra - og sem veftímarit hér.
Þetta er búin að vera mikið og lærdómsríkt ferðalag - sex ár frá brottfarardegi, með ýmsum áningarstöðum. Ég er stoltur af gripnum, stundaði þessi vísindi af forvitni, sönnum áhuga og virðingu fyrir viðfangsefninu. Prófgráðan var tækið til að geta framkvæmt þetta en ekki markmiðið í sjálfu sér. Ég er þakklátur öllum þeim sem tóku þátt á einn eða annan hátt. Sérstakar þakkir fá efasemdarmenn veiða og sleppa aðferðarinnar - því ef enginn hefði efinn verið, þá hefði mér ekki dottið þetta til hugar.
Næst er það doktorsnámið og meiri bleikjurannsóknir. Ef maður ætlar að vera veiðinörd þá er best að fara alla leið....
Set útdráttinn á næstu síðu.
Þetta er búin að vera mikið og lærdómsríkt ferðalag - sex ár frá brottfarardegi, með ýmsum áningarstöðum. Ég er stoltur af gripnum, stundaði þessi vísindi af forvitni, sönnum áhuga og virðingu fyrir viðfangsefninu. Prófgráðan var tækið til að geta framkvæmt þetta en ekki markmiðið í sjálfu sér. Ég er þakklátur öllum þeim sem tóku þátt á einn eða annan hátt. Sérstakar þakkir fá efasemdarmenn veiða og sleppa aðferðarinnar - því ef enginn hefði efinn verið, þá hefði mér ekki dottið þetta til hugar.
Næst er það doktorsnámið og meiri bleikjurannsóknir. Ef maður ætlar að vera veiðinörd þá er best að fara alla leið....
Set útdráttinn á næstu síðu.
Subscribe to:
Posts (Atom)