Jul 11, 2012

2012_12_FnjóskáV

Kíkkaði á FV með Guðmundi góða.  Ævintýralegur dagur,  bleikja og urriði, sól og blíða, þurrfluguveiði í fiðrildadalnum.  Svona eiga allir dagar að vera.  Fengum 10 fiska fyrir hádegi, allt neðan við brú.  Stærst var um 50 cm, missti tvær sem voru +55...


Jul 10, 2012

2012_11_Fnjóská2

Óvæntur og örlagaríkur túr á svæði 2.  Stöng losnaði óvænt og ég fékk að nýta hana.  Veiddi 3 staði, varð ekert var.  Endaði í Ferjupolli og braut tvíhenduna.  Í sama mund hringdi síminn, afturdekkið datt undan Grandinum á Holtavörðuheiðinni.  BH lánaði mér gamlan og lúinn Grand, Óðinn Þór ætlaði að ferja hann norður yfir heiðar... en komst ekki lengra en uppá Holtavörðuheiði þar sem annað afturdekkið rúllaði undan. EJ náði svo í ÓÞÓ og skutlaði í bæinn,  BH náði í Grandinn og reddaði honum.

Jul 8, 2012

Veiðiskólinn

Síðasta vika veiðiskólans fer nú í hönd.  Þátttakan er talsvert minni en í fyrra, hvað veldur?  Kannski er markaður mettaður og allir fullnuma... ég held varla.  Kannski vantaði einn frægan í kennararhópinn, PG var auglýstur sérstaklega í fyrra og sópaði að sér fólki.  Kannski hefði þurft að auglýsa betur eða öðruvísi, helsti munurinn er að í fyrra fengum við umfjöllum í sjónvarpi allra landsmanna - n4.is.  eníveis, eftir þessa viku verður hlé á skólanum og svo bjóðum við aftur uppá námskeiði í lok ágúst og byrjun september.  Hérna má lesa um veiðiskólann og hér neðar eru nokkrar myndir...

Jul 6, 2012

Héðinsfjörðurinn

er aðgengilegri eftir að göngin komu. Margir telja að áin verði ofveidd, aukin sókn og aukin veiðiþjófnaður.  Ég held þvert á móti að nú verði betur tekið á málum þarna.  Ógnin er og verður veiðiþjófnaður í sjónum;  sá, þessi og hinn virðist líta á það sem köllun sína að veiða lax og silung í net í sjó...

Allt um það, Héðinsfjörðurinn er fallegur, áin er nett, 2-3 m3 og nokkuð skemmtileg veiðiá, hentar ágætlega fyrir flotlínu og #3-#5.  Oft veiðist ágætlega þarna og bleikjan er nokkuð væn, eða í kringum um 45 cm að jafnaði.   

Jul 5, 2012

2012_10_FnjóskáV

Snemma á fimmtudagsmorgni, enn einn blíðviðrisdagurinn að renna upp, ég á leiðinni á upphaldsveiðisvæðið mitt í öllum heiminum.  Fjörðurinn friðsamur og fagur, blár útí buskann, undir Vaðlaheiðinni dimmur og dullarfullur,  Kaldbakurinn skemmtilega fannhvítur og fjarlægur...semsagt allt er æðislegt og frábært.

Jul 4, 2012

2012_9 Eyjafjarðará sv3

Kikkaði á svæði 3 í Eyjafjarðará part úr kvöldvakt. Fór á tvo staði, fyrst á nýju breiðuna fyrir neðan Nesbreiðu, varð ekkert var.  Fór svo á Helgastaðabreiðuna, sem er einn alfallegasti veiðistaðurinn í firðinum.  Myndin af staðnum er ekki er ekki alveg nógu góð.  Náði í eina bleikju 45 cm og einn urriða 38 cm.  Setti í fleiri fiska þarna, en náði þeim ekki á land.  Ég held að það sé alltaf fiskur þarna...

Jul 3, 2012

2012_8 Hólsá

Brá mér í ósinn á Hólsánni órskamma stund.  Aðallega til að prófa nýju myndavélina mína, en auðvitað vonaðist ég samt eftir fiski.  Heldur snemmt en maður veit samt aldrei.  Reyndar hefur mér ekki gengið sérstaklega vel í ósnum - og á því varð ekki breyting.  Hólsáin heitir líka Fjarðará, líkt og 50 aðrar ár sem í fjarðarbotnum eru.  Á síðunni snokur.is er búið að taka örnefni í Siglufirði, meðal annars á nokkrum veiðistöðum í ánni.

Jul 2, 2012

kríur....

 og bleikjur eiga ýmislegt sameiginlegt...einsog nöfnin gefa til kynna:  Arctic Tern og Arctic Charr..  Kríunni hefur fækkað nokkuð síðustu misserin, mest þó þannig að suðurmörk útbreiðslunnar hafa færst norðan, sama sagan og hjá bleikjunni.  Því gladdi mig því að sjá þetta kríuger.   Þessar voru á nýju eyrinni á Sigló,  sýndu mér lítið umburðarlyndi, ég dró mig svo í hlé þegar þær skitu á mig.  Dásamlegur fugl.   Rétt einsog einsog bleikjan, sem er altso dásamlegur fiskur.

Jul 1, 2012

Júní-Eyjafjörður


Góðviðri í júní hefur jafnan verið ávísun á mikla vatnavexti í Eyfirskum ám.  Þetta árið tókst veðurguðunum þó að bjóða uppá gott veður án mikilla vatnavaxta.  Sennilega ræður þar einhverju að lítill snjór var í fjöllum, t.d. var skaflinn við raflínurnar í Vaðlaheiðinni að mestu horfinn um miðjan júní eða mánuði fyrr en vanalega.   Veiði hefur líka farið ágætlega af stað. 
 Mjög góð bleikjuveiði hefur verið  á ósasvæði Hörgár allan júni en lítið hefur borið á urriða. Í systuránni Svarfaðardalsá blómstrar hinsvegar urriðinn og eru þar komnir þrefalt fleiri urriðar en á sama tíma í fyrra, þar hefur hinsvegar lítið borið á bleikju.