Eyjafjarðará blómstrar sem sjóbirtingsá enda veiddust 620 urriðar eða sjóbirtingar þar í sumar. Sá stærsti var 6,5 kg og 82 cm , fjölmargir voru á bilinu 2-4 kg. Þetta er langbesta urriðaveiði í skráðri sögu árinnar.
Hinsvegar fækkar bleikjunni enn og veiddust innan við 500 bleikjur í sumar.
Hér neðar setti ég nokkur gröf með veiðitölum sumarsins - athugið að um bráðabirgðatölur er að ræða.
Myndirnar tala...
Dec 11, 2012
Oct 11, 2012
Laxá og Mývatn í hættu..?
Urriðasvæðin í Laxá ofan Brúarfossa eru meðal þeirra gjöfulustu, fallegustu og skemmtilegustu í víðri veröld. Það vita þeir sem til þekkja. Neðar, þar sem af mikilli hógværð heitir Aðaldalur, er svo laxasvæðið, einnig margrómað og eftirsótt. Í Mývatni sjálfu, var áður fyrr mjög stór bleikjustofn, en er reyndar í sögulegri lægð um þessar mundir.
Frjósemi Mývatns er ein megin forsenda urriðaparadísarinnar. Raunar er Mývatn algerlega einstakt á heimsvísu, eitt frjósamasta vatn á norðurhveli jarðar, byggir á samspili efnasamsetningar og hitastigs lindarvatnsins sem í það streymir. Styrkur uppleystra efna (les. áburður fyrir ljóstillífandi þörunga) vex með hækkandi hitastigi lindarvatnsins. Heitustu lindirnar og því mesti áburðurinn, eru við Ytri flóa og er það vatn jafnfram komið skemmst að - mögulega viðkvæmustu uppspretturnar. Í heild sinni er þetta viðkvæmt vistkerfi enda verndað með lögum.
Og nú eru blikur á lofti, áratugs gamlar hugmyndir um jarðvarmavirkjun við Bjarnarflag, svipaða Hellisheiðarvirkjun, eru á döfinni. Virkjunin verður nánast á bökkum Mývatns, þeim megin sem megnið af vatnsupptökusvæði Mývatns er - og næst Ytri flóa.
Og hvað með það? Jú, höfum í huga að virkjunin er í aðeins 3-4 km fjarlægð frá Mývatni og því er áhættan af virkjuninni þríþætt:
Uppdæling: Heitu vatni er dælt úr iðrum jarðar - það getur haft áhrif á grunnvatnsstöðu, hitastig lindarvatns og efnasamsetningu þess. Þetta lindarvatn er uppspretta og áburður Mývatns.
Niðurdæling: Áætlað er að dæla niður vatni, þegar búið er að taka mesta hitann úr því. Tekst það? Hvernig? myndast lón? verður yfirborðsaffall til Mývatns? Hversu mengað er það vatn? Hver er reynslan af Hellisheiðarvirkjun í þessu tilliti?
Loftmengun frá virkjuninni verður sennilega umtalsverð - meða annars Brennisteinsvetni - NB þetta er í 4 km fjarlægð frá Mývatni - Hvaða áhrif hefur slík loftmengun á Mývatn?
Þarna er mögulega í uppsiglingu skelfilegt umhverfisslys. Þetta er ekki bara svona upphrópun - heldur er þarna á ferðinni sannarlega og mikil áhætta.
Aug 25, 2012
Sælir eru silungsveiðimenn...
![]() |
8 pund 66cm, tòk à maðk rètt fyrir ofan svæðamót à 1 og 2 í Hörgá veiðimaður er Haukur Már Hergeirsson |
Ég er nógu mikill veiðinörd til þess að taka saman silungsveiðitölur úr nærumhverfi mínu, endrum og eins. Þarna eru á ferðinni mun jákvæðari tölur en heyrast úr laxaheiminum....
Aug 23, 2012
Laxveiðin og Fnjóská
það voraði snemma, a.m.k. hér nyrðra, laxinn mætti snemma og allt leit afskaplega vel út. Framan af sumri var því veiðin í góðu meðallagi, en þá dundu ósköpin yfir. Smálaxinn skilaði sér ekki......
Í Fnjóská hafa síðustu 4 vikur verið þær lökustu en sæmbærilegar vikur frá og með 2006.
Jul 11, 2012
2012_12_FnjóskáV
Kíkkaði á FV með Guðmundi góða. Ævintýralegur dagur, bleikja og urriði, sól og blíða, þurrfluguveiði í fiðrildadalnum. Svona eiga allir dagar að vera. Fengum 10 fiska fyrir hádegi, allt neðan við brú. Stærst var um 50 cm, missti tvær sem voru +55...
Jul 10, 2012
2012_11_Fnjóská2
Óvæntur og örlagaríkur túr á svæði 2. Stöng losnaði óvænt og ég fékk að nýta hana. Veiddi 3 staði, varð ekert var. Endaði í Ferjupolli og braut tvíhenduna. Í sama mund hringdi síminn, afturdekkið datt undan Grandinum á Holtavörðuheiðinni. BH lánaði mér gamlan og lúinn Grand, Óðinn Þór ætlaði að ferja hann norður yfir heiðar... en komst ekki lengra en uppá Holtavörðuheiði þar sem annað afturdekkið rúllaði undan. EJ náði svo í ÓÞÓ og skutlaði í bæinn, BH náði í Grandinn og reddaði honum.
Jul 8, 2012
Veiðiskólinn
Síðasta vika veiðiskólans fer nú í hönd. Þátttakan er talsvert minni en í fyrra, hvað veldur? Kannski er markaður mettaður og allir fullnuma... ég held varla. Kannski vantaði einn frægan í kennararhópinn, PG var auglýstur sérstaklega í fyrra og sópaði að sér fólki. Kannski hefði þurft að auglýsa betur eða öðruvísi, helsti munurinn er að í fyrra fengum við umfjöllum í sjónvarpi allra landsmanna - n4.is. eníveis, eftir þessa viku verður hlé á skólanum og svo bjóðum við aftur uppá námskeiði í lok ágúst og byrjun september. Hérna má lesa um veiðiskólann og hér neðar eru nokkrar myndir...
Jul 6, 2012
Héðinsfjörðurinn
er aðgengilegri eftir að göngin komu. Margir telja að áin verði ofveidd, aukin sókn og aukin veiðiþjófnaður. Ég held þvert á móti að nú verði betur tekið á málum þarna. Ógnin er og verður veiðiþjófnaður í sjónum; sá, þessi og hinn virðist líta á það sem köllun sína að veiða lax og silung í net í sjó...
Allt um það, Héðinsfjörðurinn er fallegur, áin er nett, 2-3 m3 og nokkuð skemmtileg veiðiá, hentar ágætlega fyrir flotlínu og #3-#5. Oft veiðist ágætlega þarna og bleikjan er nokkuð væn, eða í kringum um 45 cm að jafnaði.
Jul 5, 2012
2012_10_FnjóskáV
Jul 4, 2012
2012_9 Eyjafjarðará sv3
Kikkaði á svæði 3 í Eyjafjarðará part úr kvöldvakt. Fór á tvo staði, fyrst á nýju breiðuna fyrir neðan Nesbreiðu, varð ekkert var. Fór svo á Helgastaðabreiðuna, sem er einn alfallegasti veiðistaðurinn í firðinum. Myndin af staðnum er ekki er ekki alveg nógu góð. Náði í eina bleikju 45 cm og einn urriða 38 cm. Setti í fleiri fiska þarna, en náði þeim ekki á land. Ég held að það sé alltaf fiskur þarna...
Subscribe to:
Posts (Atom)